Tómur er maginn, farin er sál,
allt var ekkert innanfrá.
Vitið verður drukkið, sagt er skál,
öllu er hvolft, þegar mér verður mál.
Dagurinn leið, þungur og svartur,
úr mér var farinn allur kraftur.
Gærkvöldið gleymt, þótt svæfi ég eigi,
laufa ás -hvað? sagði góður peyi.
Ég hamingjusöm er, oftar en ekki,
þótt líf mitt stundum hleypur í kekki.
Blóð mitt heitt, um æðar rennur,
og margt í viti mínu brennur.
En nú taka við, djarfir tímar,
dugnað og þor, ég skal við glíma.
Móðir mín ól mér gleði í hjarta,
marga skal ég eiga daga bjarta.
theres nothing wrong