Ár: 1997
Leikstýrt: Michael Cooney
Handrit: Micheal Cooney
Tangeline: He's Chillin… and Killin
Aðal hlutverk: Stephen Mendel (Scanners, Tomorrow Never Comes), F. William Parker (Hard Eight, Lost Highway, Roswell…The cover up), Shannon Elizabeth (American Pie 1-2) og Scott MacDonald sem Jack Frost.

38 lík í 11 ríkjum á 5 árum. Jack Frost var alltaf of snöggur fyrir lögguna. Þegar Jack Frost byrjaði að láta hluti af fólki byrtast í eplabökum gamallar konu komst löggan á sporið, en Jack reynir að komast í burtu en þarf að stoppa til að pissa og þá kemur Löggustjóri og handtekur hann. Á leiðinni í ríkisfangelsið, til að vera tekinn af lífi, verður slys, Jack fær yfir sig eithvað efni sem lætur hann bráðna og samlagast snjónum. Hann fer í bæinn þar sem Löggustjórinn býr og ætlar að ná fram hefndum en er aðeins á eftir áætlun því hann stenst ekki mátið að drepa alla í kringum sig og svo loks þegar hann ætlar að drepa löggustjórann tekst það ekki.

Nú þegar hann er snjókall þá hefur hann þann eiginleika að geta brætt sig og frosnað aftur að vild (Hann er snjókarl sem drepur) og gagnast það honum t.d. hann getur komist í gegnum rifur á hurðum og svoleiðis.

Hörkugóð mynd sem allir aðdáendur kvikmynda ættu að sjá, þótt að þetta sé “Low-Budget” mynd skilar hún sínu.
fær tvímælalaust ****/*****