Ég var að koma af frumsýningunni af Dreamcaster, en ég hafði hlakkað mikið til að bera þessa mynd augum. Ég fékk bókina Draumagildran eftir Steven King fyrir nokkuð löngu síðan en komst ekki til að klára hana. Hún virtist við fyrstu sýn vera mjög hefðbundin King skáldsaga, en mér fannst alltaf eitthvað skrýtið vera að ske í sögunni. Einhverskonar andrúmsloft, sem ekki var allt of augljóst, en það var spennandi og dularfullt. Ég frétti að mynd um bókina væri að koma út og mig langaði að sjá hana.
Mig langaði að sjá hvort leikstjóranum gengi að koma þessari 500 síðna bók í myndform og á almennilegan hátt.
Margar myndir hafa verið gefnar út eftir sögum King, en ekki allar hafa náð líkt þeim glæsileika sem í bókunum var. Margar voru mjög góðar t.d. The Shining, Green Mile, og Shawhawks Redemtion, en komu ekki í stað bókarinnar.
Allavega, þá hef ég semsagt ekki lesið alla Dreamcatcher, en ég var kominn í nokkuð gott sæti með bókina. Byrjun myndarinnar var mjög ásættanleg og fáum atriðum úr bókinni var sleppt úr. Þar af leiðandi ætla ég EKKI að klára bókina.





*Spoiler*

Dreamcatcher er einhver fáránlegasta og asnalegasta mynd sem um getur. Ég hafði gert ráð fyrir einhverju svaka plotti og flotum endi og góðu twisti, en hvað komí ljós? Þvílík endemis vitleysa og rugl! Ég er ekki sáttur við minn mann Steven King, ef þetta er sönn niðurstaða bókarinnar, ég meina hvað er málið?:kallinn býr í hausnum á sér og eyðir minningum sinum, gaurinn talar í byssu eins og síma, og mongólítinn er geimveruhetja??!!

*Spoiler endar*


Ég varð fyrir miklum vonbrigðum, en ef einhver hefur lesið Dreamcatcher bókina og ef hún er í raun ekki svona fáranleg látið mig þá vita.
Annars voru flottar og góðar tæknibrellur og hljóð í myndinni. Ekki góð spook atriði, en ágætis frammistaða leikaranna, sér í lagi Morgans Freemans.
Fólk er fífl…allt saman. Ekki taka mark á því.