Komið sæl.
Ég ætla að deila pælingum sem kennarar mínir hafa reynt að koma inn í hausinn á mér meðan ég hef verið að stunda nám í fíh. Ath þess grein er skrifuð af trompetleikara og er því lituð af því.
Sound:
Í þessum stutta pistli um sound ætla ég aðallega að fjalla um vibrato og hvernig er hægt að nota það smekklega. En fyrst ætla ég að minnast örstutt á sound hjá jazzspilurum. Þið sem hafið hlustað á mikið af spilurum hafið heyrt að litlirnir í hljómnum hjá jazzspilarum eru ótrúlega fjölbreyttir. Allt frá því að vera rosa dökkir og mjúkir frá því að vera rosa bjartir og harðir í soundconcepti endilega hlustið eftir þessu þegar þið eruð að checka á einhvejru spilara.
Anywho Vibrato, þegar flestir byrja að spila jazz setja þeir strax inn rosalega mikið vibrato(greinarhöfundur er sjálfur sekur um þetta) en mikið vibrato veit ekki gott á þeim forsendum afþví að ef það er ofnotað þá er það hrikalega þreytandi og þótt maður haldi að það soundi jazzy þá er það hreint ekki. Ef við tökum sem dæmi spilara eins og Louis Armstrong sem var einn af þeim frægustu hann fann upp hlut sem er kallaður terminal vibrato(þegar nótu er haldið og svo skellt vibrato í lokin). Ef þið hlustið eftir spilamennskunni hjá honum þá er hægt að heyra þetta greinilega. Annar maður sem má nefna sem er algjör andstæða er Miles Davis hjá honum heyrist ekkert vibrato vegna þess að kennari hans sagði við hann að hann ætti að spila beinar nótr þar sem þegar hann yrði eldri þá myndi hann hvort eð er fara að hristast.
Það sem ég er að reyna að segja herna er pælið í því hvar stóru spilarrnir setjið vibrato og hvar ekki hvar þær eru beinar og svo framvegis. Ekki bara láta soundið vera á autopilot. Þetta mun hjálpa gríðarlega við að vera með fallegt jazz sound.

Frasering
Þegar þið heyrið gott swing þá eru nokkrir hlutir sem þið takið eftir. Í fyrsta lagi trommarinn er með áherslunar á tveimur og fjórum. As in 1234. Bassaleikarinn er með gott drive sem keyrir þetta áfram. Píanóleikarinn compar og svarar trommuleikaranum í rythma og eiga þeir einhverskonar rythma dialog. Hjá góðum sólista(blásara)eru nokkrir hlutir sem maður tekur eftir. Í fyrsta lagi er hann að fíla 2 og fjóra. Hann spilar mikið bundið og þær nótur sem hann nefnir eru oft mjög létt nefndar og síðast en ekki síst þegar hann spilar áttundaparta þá er áherslan alltaf á offbítið. dúdadúdadúdadúda og da væri þá offbítið þið getið prufað sjálf að gera þetta.
Menn er saman gaman að skoða í þessum málum eru menn eins og Charlie Parker og Wynton Marsalis sem hafa tamið sér mjög góða fraseringu þegar þeir swinga. En að sjálfsögðu á annað við aðra stíla jazz og hver veit nema að ég komi með eitthvað um það seinna.