Gabriella Paladin er dóttir Ceceliu og Alexanders Paladins og á tvíburabróður sem heitir Þráinn. Hún og bróðir hennar eru fædd árið 1628 í Danmörku.
Gabriella hefur aldrei verið neitt ánægð með útlit sitt. Hún var flöt, klunnalega vaxin og var ekkert ýkja tignarleg.
Hún er trúlofuð ekkert mjög hásetum manni að nafni Simon. Það er heyrt um að Simon sé að hitta aðra konu en hann neitar því. Fyrir brúðkaupið stakk hann af með þessari konu og Gabriella verður svo niðurdregin að hún efast um að hún getur nokkurn tímann treist karlmanni aftur.
Foreldrar hennar senda hana til Noregs til ömmu hennar. Allir taka vel á móti henni en Kaleb er kuldalegur við hana og virtist fyrirlíta hana. Gabriella er mjög góð við Elí og hinna krakkana sem þau hafa tekið að sér.
Eina nóttina koma krakkarnir til hennar og segist heyra hljóð. Hún hefur þau hjá sér og situr vakandi á stól. Hún heyrir hljóðið líka. Næstu nótt heyra þau hljóðið aftur og hún, Andrés, Kaleb og Matthías fara upp á háalof til að gá hvað þetta er. Þetta var stelpa sem er systir Fríðu eina skjólstæðingana. Hún heitir Ólína og hefur laumast þangað þegar þau tóku Fríðu að sér. Ólína heimtaði að fá að vera á Grásteinshólmi og þau leifðu henni það. En þegar þau ætluðu að fara baða hana móðgar hún Gabriellu mjög mikið að hún fer að gráta. Hún fer inn í herbergið sitt og reynir fara ekki að gráta. Kaleb fer til hennar og huggar hana. Eftir þetta fer hún að falla fyrir honum.
Á Þorláksmessu kemur Simon í heimsókn. Hann reynir að fá hana aftur en hún vísar honum á dyr. Strax á eftir byður Kaleb ömmu Gabriellu um hönd Gabriellu. En það var ekki hægt því hún var á greifnynja. Þau og amma hennar fara til Danmerkur og faðir hennar leifir þeim að eignast.
Þau ætla að búa í Noregi og faðir Gabriellu lætur byggja Elíströndu fyrir þau. Gabriella missir fóstrið sitt sem var banfært og hún og Kaleb byðja Elí um að vera dóttir þeirra. Mörgum árium seinna eignarst þau aðra dóttur sem heitir Villimey. Eftir að Úlfhéðinn drepur Kaleb árið 1695 verður hún mjög niðurdregin. Hún giftist svo Andrési og deyr árið 1712.