Ég er að pæla… ég var að klappa hundinum mínum áðan og það duttu bara fullt af hárum af honum. Mér finnst feldurinn á honum alls ekki jafn flottur og hann var first þegar við fengum hann.

Nú vill mamma bara að hann borði hundamat sem mér finnst heimskulegt því ég held þessi matur sé frekar mikið drasl eða allavega alltof einhæfur til þess að hundurinn geti bara nærst á honum. Sjálfur hef ég stundum verið að gefa honum eitthvað annað en hef ekkert gert það nýverið.

Ég held að feldurinn sé orðinn verri útaf því hann fær annað hvort ekki nógu góða næringu eða þá að hann sé eitthvað stressaður því það sé ekki sinnt honum nóg t.d. að fara með hann í gönguferðir.

Einhverjar uppástungur?