Var ekki bara málið með Snape að hann var að gefast upp á að leika svona tvemur skjöldum. Hann náttúrulega hugsar bara um sjálfan sig og ákveður að ganga til liðs við þá sem hann heldur að muni vinna stríðið á milli Dráparanna og “the good side”.

Hann á eiginlega ekki neitt um að velja þegar Narcissa biður hann um að sverja eiðinn í byrjun bókarinnar. Síðan þegar líður á árið sér hann að það er alveg eins gott að svíkja bara Dumbledore og hjálpa Draco. Hann er alveg að brjálast og ákveður að tala við Dumbledore og segja honum að hann sé að gefast upp. Dumbledore verður þá reiður við Snape og það er þá sem Hagrid heyrir til þeirra. Seinna segir hann síðan Harry frá þessu.

Ég var að pæla í þessu í gær og er örugglega að gleyma að nefna eitthvað sem ég ætlaði að skrifa en ég bæti því bara við ef eitthvað rifjast upp :)