Lúna Lovegood.

Þann 14 janúar síðast liðinn fóru fram opnar áheyrnarprufur fyrir hlutverk Lúnu Lovegood.
Meira en 15000 stúlkur á aldrinum 13 – 16 ára biðu í marga klukkutíma í biðröð eftir að fá að komst inn og reyna að heilla tökuliðið.

<img src=http://news.bbc.co.uk/media/images/41216000/jpg/_41216456_jessica14surrey_220.jpg> <img src=http://news.bbc.co.uk/media/images/41216000/jpg/_41216450_rona14london.jpg>
Sumir pössuðu betur í hlutverkið en aðrir! Þetta eru myndir af tveimur stelpum sem sóttu um hlutverkið en fengu það ekki, sú til vinstri hefði alveg passað sem Luna.

En núna þegar minna en þrjár viku eru liðnar frá því prufurnar voru haldnar er búið að ráða í hlutverk hinna léttgeggjuðu Lúnu Lovegood.
Það var hin 14 ára, Írska, Evanna Lynch sem var valin í hlutverkið. Að mínu mati passar hún nokkuð vel við lýsinguna í bókunum og vonandi á hún eftir að standa sig vel.

Lúna Lovegood einnig þekkt sem Lúna klikk(Loony) er sérvitur stelpa úr Ravenclaw sem Harry hittir í fimmtu bókinni og kemur mikið við sögu sem meðlimur VD(DA).

Það verður byrjað að taka upp senurnar hennar seinna í þessum mánuði.

<img src=http://news.bbc.co.uk/nol/shared/spl/hi/pop_ups/06/entertainment_enl_1138877226/img/laun.jpg>
Hér er mynd af henni Lúnu okkar.


Aðrir leikarar:

Imelda Staunton mun leika nýja Varnir gegn myrku öflunum kennarann, prófessor Umbridge.
Staunton kom nýlega fram í barnamyndinni Nanny McPhee.
Helen McCrory hlaut hlutverk Bellatrix Lestrange, eins dyggasta fylgjanda Voldemorts, hún kom fram í myndinni The Count of Monte Cristo(Greifinn af Monte Cristo).
Hlutverk hinnar gömlu og skrítnu frú Figg fer til Kathryn Hunter og George Harris mun leika hinn hörundsdökka skyggni Kingsley Shacklebolt.



<img src=http://news.bbc.co.uk/media/images/41284000/jpg/_41284818_imelda_getty_203.jpg>
Hér er Imelda Staunton en hún mun leika pr.Umbitch…nei afsakið pr.umbridge.

<img src=http://www.bbc.co.uk/pressoffice/images/bbc/programmes_tv_idents_and_screenshots/drama/250charles_ii_mccrory.jpg>
Helen McCrory einn óvinur í viðbót!

<img src=http://i.timeinc.net/ew/dynamic/imgs/021030/134613__allor_l.jpg>
Kathryn Hunter.

<img src=http://www.holby.tv/db/content/images/5_1052_3m6dT72L8K-250x.jpg>
George Harris

———-
Fréttin er þýdd af bbc.com
Myndirnar eru fengnar af:
http://www.bbc.com
http://www.imdb.com
http://www.google.com