Persóna mánaðarins að þessu sinni er hinn hugdjarfi Neville Longbottom.

Neville er jafnaldri Harry Potters, hann er bekkjarbróðir hans og herberbergisfélagi í Gryffindor heimavistinni. Hann er kringluleitur og virðist vera örlítið í þyngri kanntinum. Hann er ekki mjög góður námsmaður sökum gleymni og klaufaskaps. Hann hefur þó mjög mikinn áhuga á jurtafræði en það er eina fagið sem honum gengur einstaklega vel í. Hann á littla körtu sem heitir Trevor og á það til að týna henni. Hann er afar vingjarnlegur drengur sem varla gerir flugu mein. Hann er þó sannur Gryffindormaður og hugrakkur eftir því. Hugrekki hans sýnir sig þó ekki endilega alltaf á sama hátt og hinna Gryffindornemanna. Hann er stendur fast með því sem hann veit er rétt hvort sem það er á móti vinum eða óvinum. Hann heldur áfram að mæta í tíma hjá kennurum sem niðurlægja hann við hvert tækifæri, líkt og Prófessor Snape gerir. Hið sanna hugrekki hans sýndi sig þó allra best þegar hann réðst inn í galdramálaráðuneitið með vinum sínum til að hjálpa öðrum vini í neyð. Neville Longbottom er virkilega hugrakkur ungur maður.

Neville er fæddur 30. júlí 1980. Foreldrar hans eru þau Frank og Alice Longbottom en þau voru mikils metnir skyggnar á árum áður. Eftir brotthvarf Voldemorts árið á eftir voru fylgismenn hans í upplausn og gerðu hvað sem í þeirra valdi stóð til að finna aftur meistara sinn. Nokkrir dráparar, þeirra á meðal hjónin Bellatrix og Rodolphus Lestrange og Barty Crouch yngri, réðust þá á Longbottom hjónin og píndu þau með kvalabölvuninni í þeirri von að þau myndu segja þeim frá því hvert Voldemort hafði horfið. Þau vissu vitanlega ekkert meira en aðrir og gátu því ekki gefið neinar upplýsingar sem endaði með því að Longbottom hjónin sturluðust af kvölum. Í dag eru þau á lokaðri deild á St. Mungos spítalanum. Neville heimsækir þau reglulega og í hvert skipti gefur mamma hans honum bréf utan af tyggjókúlum.

Eftir að foreldrar hans misstu vitið flutti Neville til ömmu sinnar og hefur búið þar síðan. Upphaflega bjó afi hans þar líka en einhvern tíman áður en Neville hóf skólagöngu sína dó afinn. Neville sá hann deyja en hefur þó aldrei rætt það neitt frekar. Amma Nevilles er afar ströng kona og ráðskast með hann fram og til baka. Frændi hans kemur oft í heimsókn til þeirra og virðist hann vera meira en lítið klikkaður. Fjölskyldan hafði miklar áhyggjur af því að Neville væri hugsanlega skvibbi. Frændi hans reyndi þá ýmislegt til að fá einhverja galdra út úr honum en allt kom fyrir ekki. Neville var næstum því drekkt í tilraunum, í orðsins fyllstu merkingu. Eitt skipti var frændinn að reyna að hræða drenginn til að galdra og hélt honum öfugum út um gluggan á annarri hæð. Hann gleymdi sér svo þegar ein frænkan bauð honum marensköku og missti drenginn út um gluggan. Neville skoppaði alla leiðina niður garðinn líkt og bolti. Þetta voru fyrstu töfraviðbrögð Nevilles. Fjölskyldan var einstaklega hamingjusöm.

Hlutverk Nevilles í bókunum um Harry Potter virðist vera að eflast eftir því sem líður á söguna. Í lok fimmtu bókarinnar komumst við svo að því að spádómurinn sem varpað var fram um þann sem hefði máttinn til að sigra Voldemort, hefði getað átt við Neville.

Neville kemur því stöðugt á óvart og ekki kæmi það greinarhöfundi í algerlega opna skjöldu ef hlutverk hans yrði enn stærra í næstu bók.
Margar vangaveltur hafa sprottið upp varðandi Neville. Sú sem greinahöfundi finnst skemmtilegast að velta fyrir sér er sú að Neville sé líklega undir áhrifum af minnisgaldri sem lagður hafi verið á hann eftir að ráðist var á foreldra hans. Hugsanlegt er að Neville hafi verið með þeim og orðið vitni að þeim hræðilegu píntingum sem þau þurftu að líða. Ekki er þá ólíklegt að einhver góðviljaður, en fremur vitgrannur, galdramaður hafi þá látið sér detta í hug að leggja á drenginn minnisgaldur til að hlífa honum við óþægilegum minningum. Eftirköst af þeim galdri gæti svo verið gleymnin sem Neville á svo gjarnan við að stríða í dag. Nú vitum við að slíkt gerist því Bertha Jorkins var orðin hálf skrítin af öllum þeim minnisgöldrum sem voru lagðir á hana…

“Gran, I've lost my toad again.” – Neville Longbottom
“Amma, ég týndi körtunni minn aftur.” – Neville Longbottom


Myndin og helstu heimildir eru fengnar af
http://www.hp-lexicon.org/wizards/longbottom.html
og að sjálfsögðu úr bókunum sjálfum.