Samkvæmt fréttablaðinu í dag munu Franz Ferdinand flytja tónlistina í fjórðu Harry Potter myndinni eða Harry Potter og eldbikarinn. Franz Ferdinand urðu frægir í sumar þegar diskur sem bera heiti hljómsveitarinnar og lög eins og Michael, The Dark of the Matinée og Take Me Out voru margspiluð. Einnig er hugsanlegt að þeir taki þátt í senunni þar semThe Wierd Sisters eða Ljótu Systurnar spila á jólaballi Hogwartsskóla. Fréttir um það að sveitin væri á leið til landsins í desember hafa verið dregnar tilbaka og enn er beðið eftir fréttum um hvenær hún gæti komið.

Franz Ferdinand er skosk rokkhljómsveit. Meðlimir sveitarinnar eru Alexander Kapranos (söngur og gítar), Nicholas McCarthy (gítar og bakraddir), Robert Hardy (bassi) og Paul Thomson á trommum. Sveitin er nefnd eftir Franz Ferdinand sem var ríkisarfi Austuríkis-Ungverjalands heimsveldisins sem var myrtur af Bosníu-serbanum Gavrilo Princip og upp úr því hófst fyrri heimsstyrjöldin.

Heimildir: http://www.franzferdinand.co.uk/
Fréttablaðið
http://www.hugi.is/rokk/articles.php?page=view&contentId=1651833#1698342