Breytir því samt ekki að það er margt betra hægt að gera með peningana.
Það finnst þér, en kannski ekki henni.
Það pirrar mig bara svo mikið að fólk sem er ríkt fær mikið meiri athygli þegar svona gerist en aðrir.
Barninu er stolið af ríkum hjónum og allir tala um það dögum saman. Það sama (og verra) kemur fyrir svona 50 fjöldskyldur í Indlandi og Afríku á dag og það fær enga athygli og öllum skítsama.
Auðvitað er ekki öllum skítsama, en það er bara ekki fjallið um þetta jafn mikið vegna þess að þetta gerist svo oft, ekkert voðalega fréttnæmt.
Auk þess fær þetta ekki meiri athygli vegna þess að þetta er ríkt fólk heldur vegna þess að þetta eru bresk hjón. Sem að er miklu nær okkur heldur en Afríka og Indland.
Auk þess að vera með svipaða menningu sem að færir fólkið enn nær.
Plús það að þessi peningur sem hún gefur er áhætta. Það er ekki 100% að þetta reddist. Ef hún gæfi fátæku fólki þetta myndu a.m.k. nokkur líf bjargast.
Það er heldur ekki 100% að peningurinn hennar myndi skila sér til fátæks fólks, og þetta eru ekki bara tölur á blaði.
Vertu bara ánægður með að fólk eyði peningnum í aðra en sjálft sig.