Ég var að lesa bókina Skugga-Baldur í skólanum og svo áttum við að velja okkur ritgerðarefni tengt bókinni. Kennarinn sýndi okkur hvernig höfundurinn valdi nafnið:

Skugga-baldur þýðir afkomandi kattar og tófu, illur andi, myrkramaður, sá sem dylur nafn sitt eða læðupoki.

Þá datt mér í hug að Rowling skapar persónur líka svona. Öll nöfnin þýða eitthvað. Ég ákvað að gera ritgerð um þetta, það er best að gera ritgerðir um eitthvað sem maður hefur áhuga á.

Ég var einhverntímann búin að skoða þetta en núna er ég búin að gleyma flestu. Þar sem margir hérna eru mjög fróðir um Harry Potter bækurnar datt mér í hug hvort þið munið eftir einhverjum góðum dæmum um þetta?

Það væri líka ágætt ef þið munið eftir fleiri höfundum sem gera þetta. Ég var búin að finna eina aðra bók, en það er eiginlega ekki nóg að hafa bara þrjá höfunda …

Með fyrirfram þökk :)