Hæ, fór á frumsyninguna í gær og sá fjórðu myndina.
Það sem mér fannst vanta var Vinky! Mig langaði ofboðslega að sjá hana þarna og svo fannst mér ömurlegt að ekki var sýnt meira af Heimsmeistarakeppninni eða S.P.E.W (S.á.r). Svo fannst mér að senan með Voldemort hefði getað verið mun áhrifameiri mér fannst hún svolítið óspennandi og líka senan þar sem Mad-eye moody tekur Harry inn á skrifstofuna sína eftir þriðju þrautina.
En burtséð frá þessu öllu fannst mér myndin frábær, það er örugglega drullu erfitt að pakka 4 bókinni inn í tveggja klukkutíma mynd! Hún var ótrúlega fyndin á köflum og það var klappað þegar að Harry var í baðinu ;) hahaha! En já…þetta var mitt álit á myndinni. Ef maður hugsar ekki útí bókina á meðan er hún örugglega æði!