Ég var að hugsa: Hvað ætli séu til margir “Vanishing Cabinets”…?
Ég var nefnilega að lesa bók sem heitir “Ultimate Unofficial Guide to the Mysteries of Harry Potter”(mæli með henni, hún er samt bara um 1.-4. bækurnar þannig að svör við mörgum ráðgátunum komu fram í 5. og 6. bókinni) og þá rakst á á svolítið sem ég var búin að gleyma. Munið þið þegar Harry var nýkominn af Quidditch-æfingu í annarri bókinni og var allur í leðju og Filch dró hann inn á skrifstofu til að refsa honum? Meðan Harry var inn á skrifstofunni heyrðist brothljóð að ofan. Filch fór að athuga málið og kemur svo aftur.
,,Filch virtist sigri hrósandi. ,,Þessi huliðsskápur var geysilega verðmætur,“ sagði hann fjörlega við Frú Norris. ,, Í þetta skiptið náum við Peeves, yndið mitt…”“
Og síðan:
,,Næstum hauslausi Nick kom svífandi út úr kennslustofu. Fyrir aftan hann sá Harry sprekin úr stórum, svörtum og gylltum skáp sem virtist hafa dottið úr mikilli hæð.”
Er þetta sami skápurinn og Draco var að gera við og notaði til að koma drápurunum inn í skólann???