Mér finnst ég aðeins verða að koma með smá pistil hér í ljósi þeirra umræðna sem hafa verið hér á korkinum að undanförnu.

Það er alls ekki mál- eða ritfrelsi hér á huga. Hér fer fram gífurleg ritskoðun enda án hennar er ekki hægt að halda uppi svona síðu. Mörg spjallborð hafa lagt upp laupana einmitt vegna svona endalausra rifrilda sem enginn getur stöðvað. Til að halda uppi góðu spjallborði verða adminar að stöðva svona hegðun og notendur verða að gæta að sér og gera sitt besta til að halda umræðum á siðsamlegum nótum.

Fólk má að sjálfsögðu segja sína skoðun, upp að vissu marki. Það má ekki rakka aðra niður eða tala illa um þá. Það er alls ekki samsem merki á milli þess að ef það er leyft að segja “þetta er æði super duper” þá sé í lagi að segja “þetta sökkar feitt”. Þó að hvorugt álitið sé byggt upp með rökum er aðeins annað þeirra sem rífur niður og kemur af stað leiðindum.

Uppbyggileg gagnrýni á alltaf rétt á sér. Viðkomandi höfundur getur að sjálfsögðu tekið því illa að fá gagnrýni yfir höfuð. Það eru að sjálfsögðu undarleg viðbrögð á síðu sem byggist upp á að fólk sendir inn efni og aðrir svara því og gefa sitt álit en þannig er það nú samt stundum. Ef viðkomandi getur illa tekið gagnrýni og bregst við með dónaskap og látum þá er það ekki hinna notendanna að ætla að fara að ala hann upp. Það er hlutverk foreldranna. Adminar geta eytt svörunum ef þau eru of dónaleg en hinir notendurnir þurfa þá bara að hrista höfuðið yfir þessum skrýtnu viðbrögðum og snúa sér að næsta spuna.

Einhver minntist á gullnu regluna, “Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.” Þetta gefur ekki leyfi til að ráðst til baka á einhvern sem sýnir þér ókurteysi. Það er “Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn”. Gullna reglan segir klárlega að við eigum að hegða okkur vel og vera almennileg við aðra til að þeir verði almennilegir við okkur.

Kveðja
Tzipporah

p.s. í lok síðasta þráðar kom tonks þeim skilaboðum áleiðis að hún og fantasia hefðu verið bannaðar í viku. Það bann hafði ekkert með þann þráð að gera og var því algerlega óviðkomandi að þær segðu sínar skoðanir. Það var af öðrum ástæðum sem ég ætla ekki að tilgreina hérna.