Ég vona að Harry deyi ekki í sjöndu bókinni, það passar bara ekki, ég meina, það væri varla hægt að skrifa endirnn á bókinni eftir dauða hans, og ef bókin myndi bara enda á,,Voldemort reisti sig upp á hnén eftir fallið, bræðin skein úr augum hans og hann hálf hvíslaði af æsingi, samt þannig að það heirðist um allt rjóðrið, ,,Avara kedavra!“ og Harry sá þetta blindandi græna leiftur sem lenti beint á brjóostkassanum, og svo var allt svart.” Voða vel skrifaður endir eitthvað!? En hvað segið þið annars?

Svo var ég að spá… það segjast svo margir hafa tárast þegar Harry fann spegilin, en af hverju? Er svona hræðilegt að hann skildi ekki virka eða svo asnalegt að hann skildi finna hann þegar Sirius var ný dáinn? mér fannst reglulega leiðinlegt að Sirius skildi deyja, en ég tók ekkert svo mikið eftir þessum spegli, ég vildi samt að Sirius hefði verið með sinn spegil á sér… ég táraðist samt ekkert. Getur einhver svarað mér?