Sælir Harry Potter hugarar.

Ég heiti Pálmi og eg er að fara að setja upp sýningu sem verður haldin snemma í júní á þessu ári, staðsettning nánar auglýst síðar. Ég hvet alla til að mæta á sýninguna og einnig til að gefa hugmyndir að því hvað þið mynduð vilja sjá á henni. Ég læt ykkur svo vita betur hvaða hugmyndir munu verða notaðar og fá þeir sem þær eiga nafnið sitt á viðurkenningarskjali með mynd af hetjunni sjálfri afhenta á hápunkti sýningarinnar sem þjóðkunnur eistaklingur úr íslensku Harry Potter senunni (getiði nú hver það er ;)) mun opna með pompi og prakt. Einnig mun hljómsveitin Galdramennirnir stíga á stokk, en tónlist þeirra fjallar einvörðungu um Harry Potter og það sem honum tengist.

Auk þess má ég til með að segja ykkur að ég setti mig í samband við umboðsmann Daniel Radcliffe og spurði hvort að meistarinn sjálfur væri fáanlegur til að heiðra okkur á Klakanum með nærveru sinni og skrifa nafnið sitt á blað sem síðan verður hengt upp í Eymundsson nálægt bókunum um galdramannin unga, og gefa okkur íslensku aðdáendunum eiginhandaráritanir. Það er skemmst frá því að segja að hann taldi mjög miklar líkur á að Daniel gæti mætt. Hvort sem hann svo kemur eða ekki mun sýningin verða. Það er ánægjuleg staðreynd.

Verið nú dugleg við að koma með hugmyndir og tryggja nafn ykkar í “sögubækur” Harry Potter á Íslandi. Veriði sæl og lifi Harry Potter!