Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 Að segja hvaða Harry Potter mynd er best er alveg eins og að segja hvaða Harry Potter bók er best. Þetta er algjörlega einstaklingsbundið og ekkert af þessu stendur einkennilega upp úr (eins og t.d. lokakafli Peter Jackson’s Lord of the Rings: Return of the King). Að mínu mati hefur mér alltaf fundist fyrstu tvær myndirnar verið bestar, enda þær myndir sem einkennast langmest af fantasíu. Eftir því sem nær dregur hafa myndirnar fókuserað meira á karakterana heldur en heiminn sjálfan, sem er þó alls ekki slæmt. Þriðja myndin olli miklum vonbrigðum vegna breytinga, tekur mest úr bókinni af öllum hlutfallslega og bætir það með sérstöku CGI. Fjórða hefur fullt af góðum hlutum en marga slæma hluti líka. Myndin hefur líka halllærislegasta atriði allra myndanna:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=9tNUAumvfzg&feature=related

Fyrsta myndin hans David Yates var helvíti skemmtileg og mér líkaði vel við hvernig hún náði að kremja bókina, en mér finnst, út af leiðslunni á milli Dumbledore og Voldemort í bardaganum, að leikstjórinn og handritshöfundurinn hafa ekki verið stórir aðdáðendur bókanna. Half-blood Prince fannst mér vera frábær og kláralega með betri myndum síðasta árs. Hún var langfyndnasta af þeim öllum, hafði mjög góða blöndu af rómantík og drama og mér líkaði hvernig hún var miklu öðruvísi í stíl heldur en Order of the Phoenix, þrátt fyrir að hafa mestu mistök allra myndanna (ein lína sem Dumbledore segir).



Deathly Hallows Part 1 er það sem hún er: Upphitun fyrir lokakaflann. Hún gerir það sem hún getur án þess að reyna of mikið til að vera heil eining. Ég tel í framtíðinni að myndirnar tvær verða meira seldar saman. Mest allt í henni hefur ekki stóran endi (en mun auðvitað lagast í næstu, vonandi) og hefur einn stærsta, og á sama tíma sá réttlætasta, cliffhanger sem ég hef séð í kvikmynd. Hann er á sama svæði og Empire Strikes Back, og það segir sitt.


Leikurunum þremur, Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint, hef ég fylgst með síðan ég var 11 ára (og þau á svipuðum aldri) og ég hef bæði séð karakterana og leikarana þroskast. Eins og er hef ég ekkert til að kvarta undan leiknum þeirra. Grint hefur alltaf verið senuþjófurinn og Watson kom ferlega á óvart í 6. myndinni (ég þarf ekki að gera meira en að bera saman grátatriðin í 4. og 6. myndinni hjá henni til að sjá muninn). Radcliffe hefur verið skrefi á eftir þeim, en hann nær samt að halda myndinni vel uppi með hjálp þeirra. Það var líka gott að leikurinn hjá þeim hefur batnað (þó ég taldi hann aldrei lélegan yfir heild) þar sem þau hafa nær engan stuðning hjá aukaleikurunum, og kröfur til þeirra verða alltaf meiri eftir því sem myndirnar eru fleiri. Milli atriðina í The Burrow og höllina hjá Malfoy, voru mjög fáir leikarar með þeim, og vona ég að þau eigi eftir að halda áfram leik eftir að serían klárast. En aukaleikararnir voru líka góðir. Það var æðislega pirrandi að sjá Imelda Staunton aftur sem Umbridge og hefur hún ekki gleymt neinu (eða skipt um stíl). Það var líka frábært að Bill kom í fyrsta skipti í seríunni í þessari mynd, þrátt fyrir að vera frekar lítið í henni. Ég vona að Charlie komi fram í síðustu myndinni, þrátt fyrir að það væri einungis sekúnda.

Það sem hefur einkennt Yates myndirnar eru að þær eru skemmtilegar, spennumiklar, innihalda mikið af karakter-drama (allavega 6. og 7.) og eru mjög fyndnar. Deathly Hallows var ekki eins fyndin og Half-blood Prince, en hún hafði mörg góð atriði. Ekkert atriði var hlegið jafn mikið í salnum og þegar Ron fær koss (og þau sem hafa séð myndina vita algjörlega hvað ég er að tala um). Að mínu mati er Yates besti leikstjóri myndanna, þrátt fyrir að hafa haft tvo rosalega stóra galla í 5. og 6. myndinni (og eitthvað af nitpicki), en hann gerir það sem hann hefur mjög vel. Það voru meira að segja atriði í þessari mynd sem voru slatta betri en í bókinni. Þau atriði eru þegar Ron er með sverðið (vá hvað ég átti ekki von á því sem kom fyrir, og ég er stór aðdáðandi bókanna), atriðið með Bathilda, þó það sé frekar jafnt, og afbrýðisemin sem Ron hefur í gegnum myndina. Myndin hefur mörg atriði sem hefðu ekki virkað án góðra leikstjórnar, aðalega þau atriði sem höfðu lítið sem ekkert handrit við, og náði Yates að koma með góða blöndu af hasar, drama, húmor og suspense út myndina og ekkert af því klikkar eða passar ekki við atburðarásina. Myndin er þar að auki snertandi og ansi kröftug á tíma.

Yates-myndirnar breyta líka oft um stíl, tón og útlit (sem er ekkert annað en jákvætt) og það var óhjákvæmlegt með þessari mynd, enda sú fyrsta sem gerist utan Hogwarts, og var að miklu leyti tekin upp í náttúru, og var það ótrúlega vel kvikmyndað og leit guðdómlega út, en allar myndirnar hafa haft flott útlit svo þetta er ekkert nýtt.


Fyrir þá sem hafa kvartað undan breytingum myndanna frá bókunum ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum, enda er myndin mest trúverðugust bókinni síðan Columbus myndirnar komu, eða fyrstu tvær. En myndin hefur samt nógu miklar breytingar til að vera ekki rosalega lík bókinni.


Myndin er því miður ekki laus við galla og kem ég hér fyrir neðan með 4 verstu gallana. Ég tek fram að breytingar frá bókinni telst ekki sem galli nema að það sé eitthvað meira á bak við það. Ég er löngu hættur því að bitcha yfir hverju einasta smáatriði sem er breytt úr bókunum.


Gallarnir innihalda spoilera úr myndinni og bókinni:


1: Spegillinn. Í myndinni hefur Harry spegilbrotið úr spegli sem Sirius gaf honum þegar Harry var á 5. ári. Vandmálið við þetta er að þetta er ekkert útskýrt, EKKERT. Maður veit ekki hvar Harry fékk þetta, frá hverjum eða hvernig hann virkar. Ég er soldið hissa á því að Rowling bað Yates sérstaklega um að hafa Kreacher í Order of the Phoenix, en af hverju minntist hún ekki á þetta?
Eða var spegillinn sýndur í Half-blood Prince? Ég man ekki eftir því.

2: Dursley-fjölskyldan: Einna mínútu cameo, búið. Engin kveðja sem var í bókinni, þegar Dudley og Harry sættast loksins eftir 17 ár, og hvernig Petunia var í atriðinu (sem endar á því að hafa ástæðu). Það var samt gaman að sjá Richard Griffiths með grátt hár og skegg.

3: Ginny. Ég hafði þegar heyrt þennan galla og fylgdist þess vegna vel með. Eftir giftingaratriðið er minnst á Ginny tvisvar sinnum (í sambandi við köku og síðan talar Ron um hana) og kemur síðan í nokkrar sekúndur í myndinni í viðbót. Ég get kannski verið smávegis hlutdrægur þar sem Ginny er með uppáhalds karakterunum mínum, en ég vildi fá meira. Ég vildi fá eitthvað atriði þar sem Harry hugsar til hennar eða talar um hana. Meira að segja að skoða hana á kortinu hefði gert sitt. Þau eiga að vera hrifin/ástfangin af hvort öðru en mér fannst vanta smávegis við þetta, sérstaklega samanborið við 6. myndina (en sambandið á milli þeirra þar hefur hækkað mikið síðan ég sá hana í fyrsta sinn). Það er eins gott að hún fái að vera slatta í lokakaflanum. Kossinn var samt mjög vel gerður.

4: Horcruxes/helkrossar. Huffelpuffbikarinn er í lagi þar sem það sást hversu hrædd Bellatrix var þegar hún sá sverðið (sem átti að vera á sama stað og bikarinn, í hvelfingunni hennar í Gringott) en ennþá hefur ekkert verið minnst á hina helkrossana. Harry veit ekki að Nagini sé helkross og ekki heldur að höfuðdjásnið sé síðasti helkrossinn (og man ég ekki eftir að hafa séð það í 6.) rökfræðilegast væri að Ginny sá það þegar hún og Harry voru í Room of Requirement. Það þarf góða leikstjórn til að bæta þetta.


Út af þessum göllum, og fyrir að vera einungis fyrri hluti, get ég einungis sagt að myndin sé fjórða besta, á eftir Half-blood Prince, Chamber of Secrets og Philosopher’s Stone. Báðar myndirnar eiga eftir að vera eins og ein löng
mynd með 8 mánaða hléi.


Samt algjörlega með 10 bestu myndum sem ég hef séð á árinu, en engann veginn sú besta.


Farið á hana og horfið á hana fyrir það sem hún er: Prelude.


8/10, virkilega há 8.




PS: Fannst einhverjum sérstakt hversu mikið af bringuhárum Harry hafði? Hann er ekki einu sinni 17 ára í byrjun myndarinnar.

PS 2: Djöfull er Bonnie Wright orðin heit. Fuck.

-sabbath

Hvernig fannst ykkur myndin?