Lucia White – Undarlegir atburðir í Hogwart – 3. kafli

Hún snérist hring eftir hring í grænum logum og beið þangað til hún myndi sjá glitta í eldstæðið á Leka Seiðpottinum. Þau höfðu lagt af stað um það leiti sem Hogwarts hraðlestin átti að vera komin í skólann. Hún sá svipmyndir af fjölskyldum sem borðuðu kvölmat þjóta hjá, svo hentist hún útúr eldstæðinu.
Eve sat á barstól og drakk hunangsöl. Lucy stóð upp og dustaði öskuna af sér.
“Hæ, Rosmerta!” Hún fékk sér sæti við hliðina á Eve og tók við flösku með hunangsöli sem Rosemerta rétti henni.
Larry skaust útúr eldstæðinu.
“Jæja, eruð þið nokkuð fleiri?” Spurði Rosmerta og rétti Larry hunangsölsflösku.
“Nei, við erum öll komin. Þurfum við ekki að fara að leggja af stað uppí kastala?” spurði Larry og þurrkaði sér um munninn með erminni.
Eve leit á klukkuna og sagði að þau hefði tíma til að skipta yfir í skólabúningana.
Það var tekið að dimma þegar þau flýttu sér í átt að kastalanum.
“Ég hef verið að velta því fyrir mér hver verður nýji kennarinn okkar í Vörnum gegn myrku öflunum” Sagði Lucy.
“Ertu ekki búin að frétta það?” Eve leit hissa á hana “það er Gilderoy Lockhart.”
“Ha? Þessi sem er búinn að skrifa allar bækurnar? Hann hugsar nú líklega meira um að krulla á sér hárið en að kenna!” Lucy var hissa. Jæja, hann endist að minnsta kosti bara út árið, eins og hinir, hugsaði hún.
Þau voru komin að stóra járnhliðinu. Þar var enginn.
“Sagði Dumbledore ekki að einhver myndi taka á móti okkur?” Lucy leit í kringum sig.
“Jú, en hér er enginn. Jæja, það hlýtur einhver að fara að koma.” Eve settist niður uppvið hliðið. Hin fóru að dæmi hennar.
“Veislan er byrjuð” sagði Larry áhyggjufullur og leit á klukkuna.
Þau sátu uppvið hliðið í að því virtist heila eilífð. Þau voru orðin köld og þreytt þegar loksinns þau heyrðu þungt fótatak.
“Hæ, krakkar! Fyrirgefiði, ég var hjá Aragog, skiptir engu, gleymdi mér, er ekki allt í lagi?” Hagrid stóð hinu megin við hliðið móður og með hárið allt útí loftið.
“Jújú, okkur er bara svolítið kalt” sagði Eve og þau stóðu upp.
Hagrid dró fram stóra lyklakyppu og opnaði hliðið.
“Erum við ekki búin að missa af veislunni?” Larry þurfti að hlaupa við fót eins og stelpurnar til að halda í við Hagrid.
“Jú, hún er alveg að verða búin, ég held að það sé best að þið fáið bara mat í eldhúsinu, eða viljið þið frekar fara í veisluna núna, eftirrétturinn fer örugglega að koma.” Hagrid leit á þau.
“Nei” sögðu þau einum rómi. Þau höfðu aldrei komið í eldhúsið áður.
“En, Hagrid, megum við fara í eldhúsið?” spurði Eve.
“Já, Dumbledore gaf ykkur leifi”
“En, hvernig kemst maður þangað?” þegar Lucy leiddi hugann að því, þá hafði hún aldrie heyrt á það minnst hvar eldhúsið væri.
“Munið þið eftir stóra málverkinu af ávaxtaskálinni? Já, þið kitlið bara peruna og þá komist þið inn”

***
“Má bjóða ungfrúnni meira hunangsöl?” spurði lítil, mjó rödd sem tilheyrði litlum, mjóum, en afskaplega ánægðum húsálfi.
“ ‘á kakk” svaraði Lucy með muninn fullan af kjúkling.
Húsálfarnir snérust í kringum þau eins og skopparakringlur og báru í þau allskyns kræsingar. Svo virtist sem þeim fyndist ekkert skemmtilegra en að gefa fólki að borða.
“Púff” stundi Larry og hallaði sér aftur í sætinu “ég er alveg að springa”
“Já, ég líka” dæsti Eve og klappaði á magann.
“En þurfum við ekki að fara að koma okkur uppí Gryffindorturn?” spurði Lucy og kláraði úr hunangsölsflöskunni sinni.
“Jú, ætli það ekki” samsinntu hin.
Áður en þau fóru gáfu húsálfarnir þeim nokkrar smákökur og kakóbolla á mann í nestið.
Þau gengu um hljóða gangana, enda var klukkan að ganga tólf, þangað til þau komu að málverki af mjög feitri konu í bleikum silki kjól
“Leyniorð?” spurði hún og horfði tortryggnislega á þau.
Þau litu örvæntingafull hvort á annað. Þau vissu ekki nýja leyniorðið, umsjónarmennirnir sögðu nemendum það eftir veisluna, en þau höfðu auðvitað ekki hitt neinn umsjónarmann.
“Hvað eigum við að gera?” stundi Eve og kastaði til hárinu.
“Ætli við verðum ekki að fara og tala við McGonagall “
Þau gengu af stað án þess að segja orð. Vonandi myndu þau ekki hitta Snape eða Peeves á göngunum, þau voru engan vegin í skapi til að fara að útskýra þetta fyrir einum né neinum.
Þegar þau stóðu fyrir framan hurðina að skrifstofu McGonagall hikuðu þau aðeins, en síðan barði Lucy að dyrum.
Þau biðu í smá stund, þangað til McGonagall byrtist í dyrunum, klædd náttsloppi með skosku mynstri og með hárnet.
“Hvað eruð þið að gera hérna á þessum tíma sólarhrings, þið eigið að vera í rúminu núna!” Hún horfið rannsakandi á þau og krosslagði hendurnar.
“Ja, sko…Við hérna, við komum of seint, og við vorum að borða í eldhúsinu og, ja, við vitum ekki nýja leyniorðið” sagði Eve vandræðalega og kastaði til hárinu.
“Aaa…Já, auðvitað, ég var búin að gleyma, nýja leyniorðið er “spæta”. Jæja, drífið ykkur nú í rúmið, góða nótt.” Hún brosti og lokaði svo hurðinni.
Þau lögðu aftur af stað uppí Gryffindorturn, öll orðin þreytt. Þau hlökkuðu öll til að leggjast uppí mjúkar himinsængur og svífa á vit draumanna.
Þegar þau, í annað skiptið á þessu kvöldi, komu að málverkinu af feitu konunni, spurði hún þau aftur um leyniorð og í þetta skiptið gátu þau svarað. Málverkið sveiflaðist til hliðar og þau klöngruðust inn.
Þau höfðu búist við því að setustofan yrði tóm og hljóð, en því var nú ekki þannig farið. Hún var hálf full af glöðu fólki sem sat og spjallaði. Reyndar sáu þau að nemendur voru að tínast út, en samt sem áður var þetta frekar undarlegt, fyrsta kvöldið fóru vanalega allir snemma í rúmið.
“Hva, hvað er í gangi?” Spurði Lucy og leit á hin. Þau ypptu öxlum.
Larry gekk að Lee Jordan og Fred og George Weasley sem sátu í mjúku hægindastólunum við arininn og virtust alls ekki vera þreyttir.
“…Ég hef sjálfur flogið þessum bíl” Heyrðu þau George segja fleiri Gryffindor nemum sem voru nálægt.
“Hvað er í gangi, af hverju eru allir á fótum?” spurði Larry.
“Hva, hvar hafið þið verið? Ron og Harry misstu af lestinni og flugu bláum Ford Anglia hingað, og klesstu Eikina armalöngu í þokkabót!” svaraði Fred stoltur.
“Já, við sáum þá á lestarstöðinni, við misstum líka af lestinni” sagði Lucy.
Þegar þau höfðu heyrt alla söguna ákváðu Lucy og Eve að fara uppí svefnálmu stelpnanna, en Larry æltaði að sitja aðeins lengur niðri í setustofu.
Þegar Lucy opnaði hurðina að litla hringlaga herberginu með fimm notalegum rúmum með dumbrauðum tjöldum fyrir sá hún að allar vinkonur hennar biðu eftir þeim með áhyggjusvip.
Steph sat á rúminu sínu og var að naga neglurnar. Hún gerði það alltaf þegar hún var stressuð.
Kate Bell var að lesa í bók, en bókin var reyndar á hvolfi, og Meredith Logan lá og glápti út í loftið.
”Hæ!” sagði Eve og snaraðist inní herbergið
”Hæ stelpur” Lucy brosti til þeirra um leið og þær litu upp.
“Þið eruð komnar!”
”Hvar voruð þið?”
”Kom eitthvað fyrir?”
”Vóóó… Rólegar stelpur, við skulum segja ykkur allt eftir smástund, ég ætla bara að taka uppúr koffortinu” Lucy brosti af ákafa stelpnanna. Hún sá að Steph átti virkilega erfitt með sig, hún var alltaf svo forvitin.
Lucy tók náttföt, myndir og svoleiðis uppúr koffortinu og var ekkert að flýta sér.
”Svona” sagði Steph óþolinmóð “ þú þarft ekki að setja súkkulaði á koddann líka, segðu okkur!”
Lucy og Eve sögðu hinum hvað hafði gerst.
“En af hverju var hliðið lokað?” spurði Steph eftir smáþögn.
”Við höfum ekki hugmynd, Dumbledore sagðist ætla að láta Cornelius Fudge vita, hann sendir örugglega skyggna á staðinn og þeir finna útúr þessu” Lucy var nú samt ekki alveg viss þó hún segði þetta, stundum var eins og Cornelius vildi ekki viðurkenna vandamálin.
”Steph, ég er með bækurnar þínar” Sagði Lucy þegar hún mundi efitr þeim.
”Æjji, já, takk æðislega!” Lucy gramsaði í koffortinu sínu þangað til hún fann poka fullann af bókum.
”Hey, Lu, ég er líka með afmælisgjöfina þína!” Steph fór að gramsa í sínu eigin kofforti.
”Það var nú algjör óþarfi” sagði Lucy, en brosti samt og tók við pakkanum.
Í pakkanum var skikkja. Hún var ótrúlega flott. Vínrauð, næstum skósíð, aðsniðin og með útvíðum ermum. Það var stór hetta aftan á bakinu og á tölunum fimm voru skrifaðir fallegir gullstafir sem mynduðu nafnið: L-U-C-I-A.
”Vá! Takk elsku Steph!” Lucy þaut uppum hálsinn á vinkonu sinni. “Hún er æðisleg!”
”Það var nú lítið!” sagði Seph um leið og hún snéri sig úr faðmlaginu “ Þetta er úr nýju haustlínunni í The Witch, það er stærsta og flottasta nornabúðin í Frakklandi!”
Þó að klukan væri að ganga tvö gátu þær ekki stillt sig um að tala saman um sumarfríin og segja hvor annari hvað þær höfðu gert, þangað til þær voru orðnar glærar í framan af þreytu og ultu útaf í rúmunum sínu með bros á vör.