Smyglaði hassi í leyniklefa Harrys Potter Sally Fyrst er 37 ára dönsk kona. Hún var handtekin í Leifstöð, þann 30. september fyrir að hafa smyglað rúmum 320 grömmum af hassi hingað til lands. Hassið var falið í danskri útgáfu af bókinni Harry Potter og leyniklefinn, sem útleggst á dönsku Harry Potter og hemmelighedens kammer.

Sally er einstæð, tveggja barna móðir og í ákæru frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli kemur fram að hassið hafi verið ætlað að verulegu leiti til sölu hér á landi í hagnaðarskyni.

Hass frá Köben
Sally var stöðvuð í tollhliðinu á Keflavíkurflugvelli, við hefðbundið eftirlit. Leitað var í farangri hennar og fundust efnin þá, innpökkuð í Harry Potter-bókina sem fyrr greinir. Bókin var látin líta út sem gjöf, en henni var pakkað inn.
Sally játaði skýlaust brot sitt og að sögn lögmannes hennar liggur ekkert fyrir um ástæður þess. Götuverð efnanna er 600-700 þúsund, samkvæmt upplýsingum frá SSÁ.

Ánægð með niðurstöðurnar
Sally var dæmd til mánaðarfangelsisvistar, skilorðsbundið í þrjú ár, Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Sallyar, segir hana sætta sig við niðurstöðuna. Dómarinn tók tillit til heimilisaðstæðna hennar við uppkvaðningu og þykir mánaðarfangelsi vera vel sloppið miðað við magn.

Maður sker ekki Harry Potter
Snæbjörn Arngrímsson, útgáfustjóri hjá Bjarti, segir það koma sér á óvart að Sally hafi skorið Harry Potter-bók til að koma hassi fyrir í henni. “Þetta er bara hörmung,” segir Snæbjörn Arngrímsson, og á bæði við vítahring þann sem konan virðist hafa komið sér í með fíkniefnum, en einnig að hún hafi tekið þessa tilteknu bók, sem selst hefur í fimmtán þúsund eintökum hér á landi. “Maður sker ekki þessa bók, þetta er eiginlega vanvirðing fyrir aðdáendur,” segir hann. “Það er kannski ekki tilviljun að hún valdi Leyniklefann,” segir Snæbjörn.


Þessa frétt skrifaði ég uppúr DV í dag, Mánudaginn 17. Október, blaðsíðu 6.


Mér finnst þetta ótrúlegt, og ömurlegt og ég er allavega á því máli að þetta sé vanvirðing við okkur aðdáendur. Ég er ekki að segja að hún hefði átt að taka einhverja aðra bók, en engu að síður finnst mér þetta einhver sú versta vanvirðing sem hægt er að sýna bókmenntum, hvað þá svo virtum. Og einnig það að alla greinina er tönglast á því hvaða bók þetta sé, þetta sé Harry Potter.
Hvað ef þetta hefði verið einhver lítið þekkt dönsk bók? Hefði þá verið farið svona að? Ég held ekki. :/ finnst allt við þetta mál, bæði málið sjálft og hvernig fjölmiðlar (DV) fara með það hreynasta hnesa og vanvirðing á versta stigi!

Ákvað að senda þessa grein inn ástamt mínu áliti til þess að þeir sem ekki hafa aðgang að DV geti engu að síður séð hana og þar sem ég tel að mikil umræða geti skapast um þetta mál.