Mér leist svolítið vel á þessa skemmtilegu grein sem birtist hérna fyrir stuttu um reynslusögu Catium af Harry Potter og skammaði ég sjálfa mig fyrir að hafa ekki látið mér detta þetta í hug sjálfri hehe Bara svona vegna þess að ég hef unun af því að skrifa og tala um Harry Potter, galdrastrákinn góða.

Mín saga byrjar svolítið eins og hennar Catium en ég bið ykkur um að lesa allt til enda þó að svo sé.

Ég á alveg yndislega frænku sem er nafna mín og guðmóðir og ein jólin, mig minnir að það hafi verið þegar ég var níu ára, þá fékk ég frá henni þesari elsku bók í pakka, hún vissi hvað ég hafði gaman af því að lesa en ég verð að segja að ég var ekkert alltof hrifin þegar ég áttaði mig á því að þetta væri bók. Á þessum tíma var ég nefnilega með Dúkkurkerru á heilanum og vildi fá eina slíka að gjöf, ég fékk hana ári seinna en ekki meira um það.

Ég opnaði pakkann og leit á þessa rauðu bók og hugsaði með mér hvað var hún eiginlega að gefa mér, djísús! hehe ég las titilinn Harry Potter og Viskusteinninn og mér fannst það hálf einkennilegt og súrrealískt einhverveginn ég man bara þessa tilfinningu. Ég hafði aldrei áður hugsað um að lesa svona ævintýri, mér fannst þetta vera inehvern vegin, alveg nýtt.

En eins og alltaf þá var það fastur liður og er enn hjá mér, að lesa eina bók úr einum pakkanum sem ég fæ í jólagjöf á jólakveldinu sjálfu og ég ákvað að gera það þegar ég ætlaði mér upp í rúm en ég komst að þeirri sorglegu staðreynd að ég hafði bara fengið þessa einu bók í jólagjöf þetta árið.

Ég lagðist upp í rúm og reif plastið utan af þessari bók með semingi, ég ætlaði mér að lesa aðeins svona af gömlum vana helst og líka mest vegna þess að ég var ekkert tiilbúin í það að fara að leggja mig.

Ég las og las og las og tveimur dögum seinna var ég svo óendanlega þakklátt henni frænku minni fyrir að hafa gefið mér þess forlátu bók og nú í dag er þakklætið enn meira. Fyrir að hafa opnað þessa veröld fyrir mér er ég henni ótrúlega þakklát og þið sem lesið þetta hugsið kannski, halló þetta er nú bara bók þá segi ég til baka: Þessar bækur eiga alltof stóran þátt í lífi mínu núna til þess að geta sagt: Þetta er nú bara bók.

Ég fékk næstu bækur í séríunni um leið og þær komu út og ég man að mér lá svo mikið á að fá þriðju bókina að ég fékk hana með því að fara í hraðbanka hjá Landsbankanaum og panta hana svo ég myndi fá hana sem fyrst.

Ég lá alla daga og nætur yfir þessum bókum og sérstaklega þeirri fjórðu, ég fékk hana þegar ég var þrettán ára, í Bónus :) Ég ætlaði ekki að geta fengið mig til þess að byrja á henni vegna þess að ég tímdi því einfaldlega ekki. Ég greip þó í hana sama kvöld og ég hætti ekki að lesa fyrr en að klukkan var hálf sex næsta morgun en eina ásæðan fyrir því að ég hætti var sú að ég þurfti að mæta í skólann daginn eftir.

Ég man að ég gat ekki beðið eftir því að komast heim, það var ekkert annað sem komst að en að komast heim og byrja að lesa aftur. Ekki að skrifa einhverja bölvaða stafsetningu í lok dags sem var alveg að gera mig brjálaða hehe :)

Ég komst þó heim og ég kláraði bókina þessa næstu nótt, ég var svo sorgmædd en huggaði mig yfir ensku útgáfunni og það var þá sem ég byrjaði að lesa þær allar, ég hafði alltaf lesið þær á íslensku en ég fékk mér þær á bókasafninu og las þær í staðinn og komst að því að það var svo miklu betra að lesa þær þannig.

Ég hringdi oft og mörgu sinnum á bókasafnið er Harry Potter 5 komin út, hvenær kemur hún út? oh bla bla. Ég stytti mér stundir við það að leika mér í hinum ýmsu Harry potter leikjum á netinu og líka það að lesa allt sem ég komst nærri, allt sem ég sá eða amma mín það klippti ég út og geymi ennþá í bók. Ég man alltaf sérstaklega eftir litlu greininnni sem birtist í Fréttablaðinu um Georg Harris en hún var með mynd af honum í gervi Dumbledores, en hún snérist um það að hann hefði látist úr Krabbameini :s Ég er ekki enn búin að jafna mig vegna þess að hann er stórkostlegur leikari og svo passaði hann líka svona einstaklega vel í hlutverk Dumbledores.

Hann hefur alltaf verið mín uppáhaldspersóna með Honum Black en hann elskaði ég og geri enn.

Myndirnar fundust mér aldrei vera nærri eins góðar og bækurnar en ég man eftir að ég sá þá fyrstu þá var ég alveg einstaklega vonsvikinn vegna þess að það hafði svo miklu verið sleppt, ég bara trúði því ekki fyrst.
Mér fannst líka sérstaklega leiðinlegt að skipt skuli hafa verið um leikara þegar þriðja myndin var gerð og láta Alfonso leikstýra henni, hún var svo miklu lélegri heldur en þær fyrri og allta, allt öðruvísi. það var ekki jafn mikið töfrandi við hana og þær fyrri, tónlistin ekki sú sama og ekki jafn töfrandi og undraverð einhvern vegin.

Mig langar að koma aðeins inn á það hvað ég er þakklát henni Rowling vegna þess að þessar bækur björguðu mér algerlega, lífið var ekkert alltof gott við mig á tímum og þá kom Harry alveg til bjargar, ég grúfði mig ofan í bækurnar og þá var ekkert annað til, ég var í galdraheimi og ekkert annað var til, ég heyrði söng Fönixins einu sinni þegar ég lá yfir bókinni og lét mig dreyma ég fór að gráta því ég trúði því svo innilega að allt þetta væri til, en tárin komu vegna þess að ég vildi fá að komast inn í þennan heim og vera þar.

Það er kannski svolítið fyndið að segja þetta núna, að ég skuli hafa vonað alltaf og trúað því svo innilega einhvern veginn að ég fengi bréf frá Hoghwarts skóla galdra og seiða. Þrátt fyrir þetta hef ég alltaf verið skynsöm stúlka og ég lét þessa drauma ekki bera mig ofurliði, nema einstaka sinnum kannski hehe

Ég er svo ótrúlega spennt núna yfir komu sjöttu bókarinnar að ég er búin að fara yfir þær allar einu sinni og ég er að klára þá fimmtu núna.

Allt í allt þá hef ég lesið mína uppáhalds Harry Potter bók, þrettán sinnum og það er sú fjórða. Ég gæti lesið hana hundrað sinnum enn og fundist hún jafn skemmtileg og töfrandi, það get ég sagt.
Ég hef lesið þessar bækur svo oft að það telur ekki orðum, ég hef ekki tölu á því nú í dag og ég verð að viðurkenna það að viðurnefnið sem ég fékk: Potter-Know it all stelpan, sem vinir mínir fundu upp á, var bara alls ekki svo slæmt. Ég vissi jú allt um þessar bækur og geri í dag, ég held alla vega að það fari ekkert framhjá mér þannig séð og er ég dyggasti aðdáandi þó víðar væri leitað. Þða er nú bara gaman, en þó ekki aðal málið. Aðal málið fyrir mig er að njóta bókanna og þessa töfraheims sem Rowling hefur náð að lýsa svo vel.

Ég hef skrifað Rowling og fékk ég svar, það var þegar ég var 14 ára og á ég þetta bréf rammað inn. Það var ekki langt en þó nóg. Þetta er eitthvað sem ég á fyrir mig og skiptir mig miklu máli. Ég hvet alla sem penna geta valdið að skrifa til hennar og sem fyrst vegna þess að þessi kona kemst örugglega mjög nálægt því að drukkna í pósti, greyið. Kannski svarar hún ekki, en það er alltaf möguleiki, ég fékk mitt svar fjórum mánuðum seinna en ég gaf aldrei upp vonina um að fá svar :)

Í fyrra um miðjan júní þá tók ég til þess ráðs að fara á Miðnætursopnun hjá Máli og Menningu og beið ég þar í tólf tíma eftir bókinni og byrjaði að lesa um leið og ég kom heim, þetta var ekki bara ótrúlega skemmtielgt heldur líka bara must fyrir þá sem ætla sér að ná sér í bókina sem fyrst, þó svo að hún sé á ensku. Og hrósa ég happi yfir því að vera mjög sleip í enskunni því ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég þurft að bíða fram á haust vegna slæmrar enskukunnáttu, uss.
Ég ásamt fleirum birtist framan á Mogganum fyrir utan Mál og Menningu í blaðinu daginn eftir að mig minnir og var ég svo heppinn að þekkja eina konu sem bað mig um að fara í viðtal við fréttablaðið og birtist þar smá viðtal við mig um fimmtu bókina, ógsla stolt hehe Harry Potter stúlkan sem fílar Sirius Black :)

Eins og ég sagði þá er ég alveg að farast úr spenningi yfir The Half Blood Prince og það get ég sagt ykkur að ég verð mætt á svæðið þann 16 til þess að bíða klukkustundum saman eftir bókinni góðu :)

Vonandi hafa aðrir haft eins gaman af bókunum og ég, myndunum líka og vona ég að sem flestir næli sér í hana sem fyrst svo hægt sé að fara að ræða um hana!

Ég hlakka ósegjanlega til og bara vonandi sem flestir líka, Takk Rowling! Það hljóta flestir Potter aðdáendur að hugsa, ekki satt 

Anna kveður :)

————————————
Þið verðið að afsaka stafvillur, ég hafði ekki tíma í að að fara yfir textann.