1. Kafli – Donna Doumbman

“Á lappir, litli letinginn þinn!” Heyrðist kallað af 1 hæðinni í litla gula húsinu, nr 14 við Stonnork götu. Þetta var Josh, stóri bróðir Donnu sem hafði ætíð haft unun af því að öskra á hana, skamma hana og þar fram eftir götunum. Á annari hæð hrökk nú upp stelpa að nafni Donna.

“Ertu ekki komin á lappir!?” Kallaði Josh aftur, en hann hefði nú ekki þurft þess þar sem hann stóð nú í dyragættinni, glottandi út undir eyru. “DRULLAÐU ÞÉR ÚT!” Öskraði Donna og hann flýtti sér að loka hurðinni þar sem koddinn hennar Donnu kom á fleygiferð og lenti nákvæmlega þar sem hausinn á Josh hafði verið andartaki áður. Hann kom ekki aftur inn.

“Djöfulsins fíflið” Hugsaði Donna með sér í örugglega hundraðþúsundasta sinn um leið og hún tróð sér í sokkana. Þegar hún var loksins búin að klæða sig í öll fötin (Sokka, buxur og stuttermabol) litaðist hún um í herberginu sínu. Þörf var á góðum þrifum inni í því, föt lágu á víð og dreif um um allt gólf og rúmið var (eins og alltaf) óumbúið.

Skrifborðið, sem var úr dökkum viði var þakið teikningum af dýrum og hafmeyjum og veggirnir, sem voru ljósir, voru þaktir myndum af Kynjasystrunum, uppáhalds hljómsveit Donnu. Herbergið var frekar lítið en Donna elskaði að vera þarna, hvort heldur sem var að lesa um Martin Migg, muggann bandóða, sem var uppáhalds teiknimyndablað hennar, eða teikna, sem var líka uppáhaldsiðja hennar.

“Donna, morgunmaturinn er tilbúinn.” Kallaði nú hlý og góðlátleg rödd. Þetta var mamma hennar. Donna flýtti sér niður stigann og kom niður í borðstofu. Þar fékk hún sér ristað brauð og súpu. Á meðan virti hún fyrir sér hina fjölskyldumeðlimina, sem hún gerði alltaf yfir morgunmatnum.

Mamma hennar, Caroline, var falleg, dökkhærð kona. Hún hafði góðlátlegt andlit og dökkbrún augu. Hún var frekar lítil og þybbin. Alltaf þegar hún brosti (sem var mjög oft) skein í beinar, alveg hvítar tennur. En ef hún varð reið, þá varð hún reið. En það entist oftast ekki mjög lengi.

Josh, “yndislegi” bróðir hennar. Hann var 14 ára, á 4 ári í Hogwarts, skóla galdra og seiða og stóð sig alveg ágætlega á Huffelpuff-vistinni, hann hafði mesta unun af því í fríum, eins og ég sagði áðan, að hrekkja systur sína. En hún hafði nú lúmskt gaman af því að hrekkja hann, þannig að hún var alls ekki saklaus. Hann var mjór, hávaxinn, gráeygður og ljóshærður með gleraugu. Lifandi eftirmynd föður síns á yngri árum.

Faðir hennar, Jonathan, var frekar myndarlegur, eða það fannst Donnu. Hann var hávaxinn og herðabreiður, með góðlegt andlit og svo róandi augnaráð. Hárið var farið að þynnast örlítið en það var skollitað , sem hafði verið ljóst á hans yngri árum. Augun voru, eins og í Josh, grá, en ekki kuldaleg heldur vina-og hlýleg.

Donnu sjálfri fannst hún vera frekar venjuleg, dökkhærð stúlka, með dökkbrúnt hár niður að mitti sem var næstum því rennislétt og gljáandi, hún var grönn og frekar lítil eftir aldri, gekk helst í snjáðum gallabuxum og stuttermabolum með ýmsum hljómsveitarnöfnum á, Kynjasysturnar voru þó í uppáhaldi. Hún var ekki með neinar freknur og fallega, mjúka húð. En það sem gerði andlit hennar mest áhugavert, fannst henni, voru rafgulu augun í henni sem voru næstum dáleiðandi. Hún var með litlar varir en hjartalaga, og alveg beinar tennur og fallegt bros.

Annað en Josh, allavega þegar hann “brosti” til hennar, glotti öllu heldur, var það mjög svo hæðnislegt.

Hún var rifin upp úr hugsunum sínum þegar hún heyrði hnuss frá bróður sínum. “Ertu ennþá að ganga í þessum ömurlegu bolum?” Sagði hann og benti á gráann bolinn sem Donna var í, en hann var rifinn og tættur að neðann en með stórri rauðri áletrun þvert yfir brjóstkassann : **Kynjasysturnar**.

“Já, greinilega” Hvæsti Donna. “Ég geng a.m.k. ekki í skikkjum dagsdaglega eins og sumir!”

Josh ætlaði að svara þegar faðir þeirra sagði með sinni róandi röddu : “Elskurnar mínar, ekki fara að rífast yfir morgunmatnum, þá verðið þið í vondu skapi í allann dag..”

Systkinin hættu að skjóta meinlegum athugasemdum að hvor öðru en héldu áfram að gjóa augunum illgirnislega á hvort annað þegar faðir þeirra sá ekki til. “Jonathan,” Sagði mamma hennar allt í einu. Kelly Clarkson kom hérna rétt áðan, hún bað mig að segja þér að eldspúandi sjúklingurinn þurfi meira af vatnaseiðinu þínu…það tekst engum að gera það nógu sterkt, og hann var að kveikja í gardínunum í þriðja sinn í dag. “Jæja, þá þyrfti ég að drífa mig” Sagði Jonathan hugsi. “En ég þarf að koma við í Galdramálaráðuneytinu, ég lofaði að ná í skýrsluna um sveppaútbrotin sem hafa verið að hrjá þónokkra sjúklinga hjá okkur fyrir hann Markhús, hann er rúmfastur þar sem hann smitaðist af þessum sjúkdómi þegar hann aðgætti að sjúklingunum á Þriðjudaginn var. Enginn af okkur veit hvað þetta er og hvernig á að lækna þetta…”

Donna nennti ekki að hlusta, hún var of vön sögum frá Sankti Mungós til að nenna að heyra frá enn einu skrítna tilfellinu. Josh var greinilega á sama máli, og hún komst að því þegar hann henti brauðmylsnu framan í hana. Hún leit á foreldra sína, þau höfðu ekki tekið eftir neinu þar sem þau voru nú niðursokkin í samtal um Arnold, sem var nýútskrifaður af Sankti Mungós, græðurunum hafði loksins tekist að lækna hann eftir tveggja mánaða legu á deildinni, hann hafði verið með brunasár hér og þar sem birtust alltaf aftur ef maður reyndi að láta þau hverfa.

Systkinin fóru nú að henda brauði og litlum mylsnum af mat í hvort annað, og foreldrarnir tóku ekki eftir því fyrr en Donna var komin með slettu af súrmjólk í hárið og Josh með smjörklessu þvert yfir andlitið. “Nei, nú er nóg komið! Sagði mamma þeirra pirruð, “Hreinsun! Kallaði hún og veifaði sprotanum. Allt rusl eftir þau hvarf eins og dögg fyrir sólu. “Pabbi ykkar er að flýta sér!” Sagði mamma þeirra ströng og góðlegt bros hennar var horfið. Jonathan var kominn í dökkgræna skikkju og kyssti þau snöggt bless og tilfluttist svo í vinnuna.
“En mamma! Það var ekki ég, Josh byr..” Byrjaði Donna strax þegar pabbi þeirra var horfinn.

“Já, auðvitað, alltaf allt mér að kenna!” Greip Josh gremjulega fram í fyrir henni.

“það skiptir engu!” Svaraði mamma þeirra ströng, “Þið tókuð bæði þátt í þessu og þið skuluð bæði fara upp í herbergin ykkar og komið ekki niður fyrr en þið eruð búin að gera allt tandurhreint í þeim!” Bætti mamma þeirra svo við. Saman hengsluðust þau upp stigann og fóru inn í herbergin sín.

“Ég verð í margar vikur að þessu!” Hugsaði Donna reiðilega…og fór að týna fötin upp af gólfinu.

Þegar þau voru (loksins) búin að taka til fóru þau niður í hádegismat. Donnu var illt í höndunum af öllum skúringunum, og auk þess hafði hún hellt niður vænum slatta af Hreinsilegi frú Skúru. Hún nældi sér í ristað brauð og safa.

“Jæja, þetta voru heilmikil þrif,” sagði mamma þeirra blíðari á manninn “nú þurfið þið ekki að þrífa þangað til í jólafríinu!” Bætti hún við og brosti. Þegar hún sneri sér að uppvaskinu sagði Josh svo lágt að Donna rétt heyrði “ha ha ha..”. Hún nennti ekki að vera niðri lengur svo hún stökk upp stigann að herberginu sínu.

“Vá!” Hugsaði hún, allt allt allt of hreint þarna inni! Henni leið illa en hún ákvað að halda áfram teikningum sínum af dýrunum.

Dagurinn leið hratt, rigning úti og þess vegna fann enginn í litla gula húsinu hjá sér löngun til að vera úti, Josh sat og las “Stóru Quidditchbókina” Caroline prjónaði peysur með töfrum og pabbi hennar var ekki enn komin heim. Sjálf sat hún á gólfinu og teiknaði í nýjustu pergamentteiknibókina sína.

“Fara ekki bréfin að koma bráðum, mamma?” Spurði Josh upp úr þurru
“júúú…ætli það ekki” Svaraði hún “Það er nú kominn 23 Ágúst, þeir hafa aldrei verið jafn seinir..” Maginn í Donnu herptist saman. Hún hlakkaði svo til að komast loksins í Hogwarts, hún vonaði að lenda ekki í Huffelpuff, eins og bróðir hennar, hún gæti ekki afborið að vera með honum í setustofunni líka, það væri alveg eins og heima, bara ennþá verra þar sem hún þyrfti að einbeita sér að lærdóminum. Kannski lenti hún í Rawenclaw, það væri örugglega ágætis vist, en hún vildi alls ekki lenda í Slytherin, þar hafði Þú-veist-hver verið og henni langaði ekki að sitja í sömu stólum og hann hafði mengað. Fyrir utan að allir galdramenn myrku aflanna lentu flestir í Slytherin, eða það hafði hún heyrt frá föður sínum, hann hafði verið að segja henni frá manni að nafni Lucius Malfoy, sem var alltaf að gefa ráðuneytinu gull til ýmissa málefna, mest til að koma sér í réttu samböndin!Hafði pabbi hennar sagt með fyrirlitningu. Hann var algjörlega sammála Arthúri Weasley, sem þoldi Malfoy ekki, enda var Malfoy alltaf að níðast á hve Arthúr var…fátækur…enda átti hann svo mörg börn, og meira að segja stúlku á aldri Donnu! Hún hét víst Ginny eða eitthvað í þá áttina…Pabbi hennar hafði sagt við hana að hann væri viss um að Lucius Malfoy væri drápari, en hann hafði verið einn af þeim sem flýtti sér í raðir fjandmanna Hans-sem-ekki-má-nefna eftir fall hans, eða það var það eina sem hann náði að segja áður en mamma hennar sussaði á hann,

“Hún á ekki að vita svona mikið um gamla drápara!” Hafði hún sagt strangri röddu.

Þá fór hann bara að segja henni frá Harry litla Potter, sem var einu ári eldri en hún sjálf, frá því hvernig hann hafði lifað af bölvunina sem Hann-sem-ekki-má-nefna lagði á hann en átti að deyja, hvernig hún endurkastaðist á Hann-sem-ekki-má-nefna sjálfan, hvernig hann hafði flúið, nær dauðanum en lífinu, pabbi hennar var viss um að hann væri ekki dáinn.

“Jæja..” Sagði mamma hennar loks um leið og hún geispaði og reif Donnu þar með upp úr hugsunum sínum, hún var í miðju kafi að ímynda sér hvernig svona hrokafullur og leiðinlegur maður eins og Lucius Malfoy liti út.

“Við ættum að koma okkur í háttinn…Faðir ykkar kemur seinna, hann þurfti að hlúa betur að Markhúsi og þeim sem höfðu smitað hann.” Við þessi seinustu orð stóðu þau upp, gengu frá og fóru í herbergin sín, klæddu sig og komu sér í háttinn.

Það seinasta sem rann í gegnum huga Donnu var hvað hún hlakkaði hrikalega mikið til að fara í Hogwarts, þegar hún hugsaði nafnið “Hogwarts” Herptist hnúturinn í maganum á henni um helming, og fyrir vikið var hún helmingi lengur að sofna.


Jæja, nú held ég að allt sé komið og að ég sé búin að laga allt :) Þá segi ég að það gerist kannski ekki mikið í kaflanum hérna, en þetta er sá fyrsti og ég er eiginlega að kynna sögupersónurnar í henni og svona. Meira gerist í næstu köflum! :)