Jæja, hér kemur svo 4. kaflinn fyrir þá sem nenna að lesa þetta……ég er í miðri prófatörn þannig að það er soldið langt á milli kaflanna…..




Amanda dró andann djúpt. Hvað ætlaði Dumbledore að segja henni svona hræðilegt? Hún gat ekki ímyndað sér neitt. Nema kannski….
“Já, Amanda mín. Það er hún mamma þín…”
Það var það. Hún vissi það. Það hlaut að vera eitthvað með mömmu hennar. En hvað?
“Hún mamma þín…..dó – við Azkaban fyrir tveimur mánuðum.”
Amanda var orðlaus. Hún fann að tárin voru að brjótast fram…
“Já, ég veit að þetta er sárt, gráttu bara,” sagði Dumbledore hughreystandi.
Amanda grét sáran. “Afhverju mamma?”, hugsaði hún beiskt, “Afhverju varð mamma MÍN að lenda í þessu?” Hugsanir hennar voru frekar eigingjarnar.
“Já, þú hlýtur að vera vonsvikin yfir að mamma þín skyldi velja það að vera í liði Voldemorts.” Það var eins og Dumbledore gæti lesið hugsanir hennar.
“Hvernig – hvernig gerðist það?” snökti hún.
“Emily var mjög klár kona, þú veist það, hún hafði skipulagt flótta úr fangelsinu en hún flýði beint í fangið á vitsugunum. Þessi skrímsli, vitsugurnar, framkvæmdu kossinn…” Amanda grét enn hærra. “…og eftir það ráfaði Emily fram af klettunum við Azkaban og féll í sjóinn. Hún drukknaði.”
Amanda grét og grét.
“Já en, afhverju – AFHVERJU - reyndi hún eiginlega - að flýja? Var – var hún svona áköf í – í að vera með Voldemort og – og vinna ódæðisverk sem hann skipaði henni að gera?”, sagði Amanda milli ekkasoganna.
“Það gat enginn vitað leyndustu hugsanir móður þinnar, Amanda. Hún Emily var kona sem fór sínar eigin leiðir en sagði fáum frá áætlunum sínum. Reyndar heyrðist hún muldra eitthvað áður en hún féll fram af bjarginu – eitthvað um….nei, nú má ég ekki tala af mér. Ég samhryggist þér Amanda mín, þetta voru ekki góðar fréttir en mér fannst réttara að þú vissir þetta. Drífðu þig nú upp í Gryffindorturninn til vina þinna. Þeir eru eflaust að bíða eftir þér. Hérna, fáðu þér smá súkkulaði svo að þér líði betur. Súkkulaði getur bætt næstum allt,” sagði Dumbledore og kímdi. Svo kvaddi hann og hélt sína leið.
Amanda stóð ein á ganginum og hugsaði. Hugsaði um mömmu sína, drauminn, tonnið af heimavinnu sem hún átti að skila Snape…..allt hugsanir sem drógu úr henni allan mátt. Loks gat hún ekki staðið lengur og hneig niður á gólfið.
Hana fór að dreyma…
Hún hljóp og hljóp. Hún varð að komast burt frá því sem var að elta hana. Hún er stödd inn í miðjum skógi…kemur auga á eitthvað grænt sem glitrar…beygir sig niður til að skoða það betur en…umhverfið leysist upp og hún er stödd í dimmu og drungalegu húsi. Ekkert hljóð heyrist. Hún virðist vera alein í þessu stóra húsi. Hún labbar áfram, gengur úr einu herbergi í annað. Loks stoppar hún fyrir framan lokaðar dyr – gegnsæ vera líður í gegnum dyrnar. Vofa. Hún sér að þetta er kvenvofa. Vofan fer að tala við hana með hásri og lágri rödd: “Ekki fara lengra. Illskan þarna er svo mikil, svo mikil. Þú gætir lent í hættu, mikilli hættu. Það er verið að reyna að stela því…” Hátt og skerandi vein kom frá vofunni og svo hvarf hún og Amanda vaknaði. Aftur var það draumurinn, en hann hafði breyst. En hvað þýddi þetta? Var þetta fyrirboði eða bara venjulegur draumur. Alltaf voru það sömu spurningarnar sem flugu um í höfðinu á henni. Amanda lá áfram í gólfinu og hugsaði og hugsaði.
Allt í einu komu Beatrice og Ursula að henni. Þær fóru auðvitað að stríða henni.
“Nei, sjáðu Ursula,” sagði Beatrice illkvittnislega, “hvaða hrúgald er þetta eiginlega. Þetta líkist svolítið henni Amöndu litlu Lockhart. Ætli hún sé út úr heiminum eins og hugleysinginn hann pabbi hennar?”
“Já, hvernig líður pabba þínum, Amanda. Er hann ennþá í gæslu á St. Mungos?” spurði Ursula.
Amanda nennti ekki að svara þeim. Hún vissi af gamalli reynslu að þær mundu fara ef hún hirti ekki um þær. Og það gerðu þær. Eftir smástund strunsuðu þær í burtu.
Amanda lá enn á gólfinu þangað til Nicholaievna kom að henni.
“Amanda…..er allt í lagi með þig?” spurði hún varfærnislega.
“Ha, nei, heimurinn er ein skítaklessa.”
“Heyrðu, afhverju segirðu það? Áttu ekki vini sem þykja vænt um þig? Heimili? Færðu ekki nóg að borða?”
Amanda varð svolítið skömmustuleg á svip.
“Jú, auðvitað….en, æi, skiptir ekki máli.”
“Á ég að fylgja þér upp í turn?” spurði Nicholaievna.
“Já, takk. Það væri fínt. Heyrðu, má ég ekki kalla þig Nikku eða eitthvað. Þetta nafn….Nicholaievna….það er svo mikill tungubrjótur.”
Nicholaievna varð frekar döpur á svip.
“Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að móðga þig…en er í lagi að ég kalli þig Nikku?”
“Já,” hvíslaði Nicholaievna, “það er í lagi.”
Þær gengu áfram svolitla stund, þegjandi. Allt í einu stoppaði Amanda og sagði:
“Heyrðu, það er eitt, ég veit eiginlega ekkert um þig, nema það að þú hafir verið í Durmstrang….ekkert meira. Ég er alveg ótrúlega forvitin, getuðu ekki sagt mér eitthvað um sjálfa þig?”
“Eh……jú, kannski, en getum við þá ekki farið eitthvert þar sem enginn heyrir í okkur? Eh…..sko…..ég vil helst ekki að allir viti sögu mína…”
“Oki, já ég skil þig,” Amanda hafði næstum gleymt móður sinni um stund, hún var svo forvitin yfir að fá að heyra frá ævi Nikku. “Setjumst bara niður bak við styttuna hjá spádómafræðistofunni. Þar er enginn á þessum tíma…”
Þær komu að styttunni, gengu úr skugga um að enginn gæti heyrt til þeirra og svo hóf Nikka frásögn sína…
“Eg kem frá Kajena sem er lítið hérað í dal í fjöllunum í Búlgaríu. Þar er mjög fallegt, tært loft, margar tegundir af litríkum blómum eru í þúsundatali á grænum engjunum, hreinir og tærir lækir seitla niður hlíðarnar og tignarleg en ógnvekjandi fjöllin gnæfa yfir dalnum.” Nikka var dreymandi á svip. “En jæja,” sagði hún eftir nokkurt hlé, ”mamma er líka norn, en hún er frá Grikklandi og fór í lítinn galdraskóla þar, sem heitir Þelíteus. Þú hefur örugglega aldrei heyrt um hann. Hún vildi láta senda mig þangað – í Þelíteus – en…..pabbi….” Nikka næstum hvíslaði orðið pabbi og leit undan, “hann…vildi senda mig í Durmstrang. Og ég fór þangað, því miður. Veistu, Amanda, þú getur ekki ímyndað þér hvað það var hræðilegt þar. Kaldar og rakar skólastofur, strangir kennarar sem refsuðu manni ef maður gerði eitthvað vitlaust, rúmin voru hörð, og allt var bara ómögulegt.” Hún var farin að tárast en hélt áfram: “Ég var þarna bara í eitt ár, þegar ég kom heim í sumarfríið grátbað ég mömmu um að senda mig ekki aftur í Durmstrang. Hún vildi þá að ég færi í Þelíteus en pabbi þvertók fyrir það. Ég skil ekki afhverju…”, sagði hún eins og síðasta setningin hafði verið meira við sjálfa sig.
“Var pabbi þinn alveg hræðilegur?” spurði Amanda lágt.
Nikka svaraði ekki, eða lét sem hún hafði ekki heyrt spurninguna. Hún hélt áfram að segja frá sér: “Þá stakk mamma upp á því að ég færi í Hogwarts, og hingað er ég komin. Sem betur fer, allt er betra er Durmstrang,” sagði hún með viðbjóð og hræðslu í augunum.
“Nikka, VAR pabbi þinn alveg hræðilegur?”
Nikka hristi höfuðið, “nei, hann var ekkert hræðilegur, barði mig ekki eða neitt svoleiðis en hann bara – hann – ég held að hann hafi – hafi verið í liði með – þú-veist-hverjum…” muldraði hún og leit skömmustulega niður.
Amanda tók andköf.
“Veistu hvað, þú er ekki sú eina sem á foreldri sem slóst í lið með Vol – þeim-sem-ekki-má-nefna”
Nikka leit undrandi á hana.
“Mamma mín var líka í liði Voldemorts. Hún er dáin núna – dó fyrir tveimur mánuðum.” Tárin brutust aftur fram í augum Amöndu, nú þegar hún hugsaði um móður sína.
“Ég samhryggist, trúðu mér. Var það þess vegna sem þú lást á gólfinu áðan, varstu nýbúin að frétta að mamma þín væri dáin?” spurði Nikka varfærnislega.
Amanda kinkaði kolli.
“Hvar er pabbi þinn núna?” spurði Amanda eftir nokkra stund.
“Hann – hann er í felum að flýja undan mönnum úr Galdramálaráðuneytinu. Það á að setja hann í Azkaban ef hann næst. Ég veit ekki afhverju, en það var sagt að hann hafi verið að reyna að stela mjög dýrmætum grænum steini, Drekaaugað held ég að það sé kallað.”
Aftur tók Amanda andköf. Drekaaugað! Alltaf var hún að heyra eitthvað minnst á Drekaaugað. Skyldi það vera sami steinninn og í draumnum…Hún hlaut að hafa verið mjög hugsi á svip því hún kipptist við þegar Nikka spurði hana:
“Amanda, ertu nokkuð dottin út úr heiminum?”
“Ha, nei, ég var bara að hugsa.”
“Já, það sást!” Nikka glotti. Það var í fyrsta sinn sem Amanda sá hana hreyfa andlitsvöðvana á annan hátt en að gretta sig eða vera með hræðslusvip.
Þær sátu hljóðar um stund. Svo leit Amanda út um glugga á ganginum og sá að það var orðið niðamyrkur úti.
“Vá, klukkan er örugglega orðin margt, við verðum að drífa okkur upp í Griffyndorturn…vonandi sér okkur enginn….” sagði hún og togaði í Nikku.
Þær læddust hljóðlega að turninum – sem betur fer sá þær enginn – sögðu Feitu konunni leyniorðið (“drekahreistur”) og skriðu inn í tóma setustofuna. Klukkan var greinilega orðin margt. Þær drifu sig upp í svefnálmuna og Amanda kvaddi Nikku við dyrnar að svefnskála stelpna á 2. ári.
“Góða nótt Nikka, það var gaman að spjalla við þig.”
“Já, sömuleiðis. Góða nótt.”
Amanda læddist inn í svefnskálann þar sem Lissý, Helena og þrjár aðrar stelpur voru í og athugaði hvort Lissý væri sofandi sem svaf greinilega eins og steinn. Amanda skreið upp í rúmið sitt og hugsaði, hugsaði mikið. Hún hugsaði með sér hvort það væri hægt að ofreyna heilann á eintómum hugsunum. Hún var búin að hugsa stíft og mikið þennan dag. Hvað skyldi þetta með Drekaaugað og drauminn allt saman þýða? Og Nikka. Afhverju vildi pabbi hennar að hún færi í Durmstrang? Og mamma hennar sjálfrar. Hún grét hljóðlausum gráti og grét sig í svefn.
Love is patient, love is kind. It does not envy, it does not boast, it is not proud . . . Love never fails.