Hermione Granger… 1.kafli (Harry Potter og viskusteinninn)

Bréfið

Hermione Granger var venjuleg stelpa, eða það hélt hún að minnsta kosti. Hún gekk í skóla sem allir gengu í en henni fannst hann hundleiðinlegur. Henni dreymdi oft um að til væri annar heimur sem væri miklu skemmtilegri og öðruvísi, hún hafði alltaf trúað því að til væru nornir og galdramenn en það fannst vinum hennar fáranlegt.

Hún átti samt ekki nema þrjár vinkonur sem voru allt öðruvísi en hún, þær höfðu varla neitt hugmynda flug og trúðu sko alls ekki á galdra. Aðeins eitt höfðu þær sameiginlegt og það var áhuginn á skólanum eða reyndara sagt enginn áhugi höfðu þær á honum. Þeim hundleiddist öllum í skólanum og voru oft bara að kjafta saman í tímum.

Jæja, lífið hjá hjá Hermione Granger var ósköp venjulegt þar til eitt kvöldið.

Það kvöld kom ugla í heimsókn inn um gluggan á herberginu hennar og henni brá mikið þegar hún heyrði hátt væl við gluggann, hún sá strax að uglan var með stórt bréf sem var fest við fótinn á henni. Hermione tók bréfið og opnaði það.
Í ljós komu tvo bréf og hún tók fyrra bréfið upp og las:

Hogwart – skóli galdra og seiða

Skólastjóri: Albus Dumbledore
(Eftirmaður Merlins, Hæstráðandi seiðmaður Warlocks, Æðsti Mugwump, Meðlimur Alþjóðasambands Galdramanna)

Kæra Fröken Granger.
Það er okkur ánægja að tilkynna yður að þér hafi hlotið skólavist í Hogward – skóla galdra og seiða. Meðfylgjandi er listi yfir bækur og nauðsynleg tæki. Önnin hefst 1.September. Við væntum uglu yðar fyrir 31.Júlí.

Bestu kveðjur,
Minerva McGonagall,
Aðstoðarskólastjóri

Hermione var mjög brugðið og hugsaði:

,,Hvernig getur verið að ég sé norn? Er þetta kannski bara eitthvað grín? Er einhver að stríða mér? Enginn sem ég veit um á uglu. Hvernig get ég verið norn ef að ég á foreldra sem eru ekki göldróttir?”

Hermione leit til hliðar og sá að uglan var enn á gluggakistunni.
Hún ákvað að skrifa til baka og náði í blað og penna í flýti. Hún skrifaði:

Kæri viðtakandi
Ég tel ykkur hafa gert mistök, hvernig get ég verið norn? Ég á venjulega foreldra og hvernig kemst ég í skólann?
Kærar kveðjur

Hermione Granger

Svo lét hún ugluna fá bréfið í gogginn og uglann flaug strax af stað.

Hermione hugsaði vel um það hvort hún ætti að sýna foreldrum sínum bréfin en ákvað að lokum að sýna þeim það.

,,Best að drífa í því að segja þeim frá þessu, spurningin er bara hvort að þau trúi þessu eða ekki.” Hugsaði hún.
Miss mistery