Stacy J Braden var 14 ára stelpa. Hún átti heima með mömmu sinni og pabba og litlu systur sinni sem var 12, í litlum bæ sem hét Hogsmeade.
Hogsmeade var ekki venjulegur bær. Í Hogsmeade áttu bara heima fólk sem gat galdrað, sem sagt töframenn og nornir.
Stacy gekk í skóla sem hét Hogwarts, það var heldur ekki venjulegur skóli. Það var galdraskóli. Stacy var mjög dugleg í skólanum en núna var sumarfríið nýbyrjað, og það hefði búið að vera rosa gott veður síðastliðnu dagana, og Stacy fór oft að rölta niður í bæ og skoða allt nýja fólkið sem kom í heimsókn um sumarið. Þetta fólk var auðvitað öll göldrótt.
Litla systir Stacyar fór líka í Hogwarts en henni gekk ekki eins vel því að hún hafði ekki verið valin í nógu góða heimavist, en var þannig að það voru 4 heimavistir Gryffindor,Rawenclaw,Hufflepuff og Slytherin.
Stacy var í Hufflepuff eins og öll Braden ættin var. Það hefðu allir í fjölskyldunni hennar verið göldrótt og það var mjög algengt að fjölskyldur væru saman, en systir hennar, hún Mary, hafði endað í Slyhterin, sem var merki um vonda töframenn. Stacy mundi eftir einum sem hefði verið svo vondur að hann var ekki nefndur á nafn, en Stacy var ekki hrædd við nafnið, hún sagði samt það ekki. Vegna þess að henni var bannað það, og það væri ekki sniðugt að nefna Voldemort á nafn. En það var nefnilega eina nóttina sem hann hvarf, allt út af einum strák að nafni Harry Potter.
Harry Potter var líka í Hogwarts, en hann var í Gryffindor og hann hefði verið að klára 5 árið sitt, en Stacy hefði bara verið að klára 3 árið sitt.
Stacy mundi líka eftir hvernig það var á 3 árinu. Allt hafði verið svo skrítið og engin trúði Harry Potter, en hún sjálf trúði Dumbledore og vissi að hann hefði verið að segja satt um endurkomu Voldemorts.
Harry Potter hefði séð hann endurlifna á enda seinna árinu hennar en engin trúði honum nema vinir hans og Dumbledore og nátturlega Stacy.
Það hefði verið gott að fá frí úr skólanum en það yrði gaman að fara aftur og hitta alla gömlu vinina, en henni hlakkaði mest til að sjá Weasly strákinn sem var alltaf að leika við Harry. Hún hefði verið skotin í honum síðan á fyrsta árinu hennar, en hann var alltof gamall og hann er örugglega skotinn í þesari Granger, hugsaði Stacy alltaf með sér þegar hún hugsaði um hann.
Það voru þrjár vikur eftir af sumarfríinu og hún var ekki búin með allan heimalærdóminn. Hún átti ennþá eftir seiðagerð. Hún ákvað að gera það þennan dag því það hefði verið smávegis rigning, þannig hún kláraði það allt á smátíma, því hún var búin með smá.
“Matur”. það var mamma hennar. Hún hljóp niður og þar var litla systir hennar hún Mary þegar komin og var með vinkonu sinni úr Rawenclaf. Þær voru eitthvað að hvíslast á en hættu þegar þær sáu Stacy. Mary horfði á hana með grunsamlegum svip og sagði síðan þú fékkst bréf og benti á lítinn pappírsmiða á borðinu. Stacy tók það upp og ætlaði að opna það en sá síðan lítið merki í horninu sem var einhvern vegin svona, DA, hún ákvað að stinga því í vasann og lesa það eftir mat.
Henni fannst matartíminn taka heila eilífð. Hún flýtti sér að borða en það var ekki hægt þegar það voru Fiskibollur, hún hataði fiskibollur, henni fannst þær ógeðslegar.
Loksins var hún búin að borða og hljóp upp en á leiðinni upp stigann kallaði Mary á eftir henni “Ég veit frá hverjum þetta er”.
Stacy sneri sér við og sagði “hverjum ?”!!!!!
“Potter og vinum hans, ég er búin að heyra sögur um hann og vini hans, vinur minn sagði mér það”
“Hvaða vinur? Hvað skiptir það þig máli? Þú hleypur á eftir þessum Malfoy aula alla skóladagana, þú veist ekkert hvað er að ske!”
“Jú víst, Malfoy sagði mér hvað DA væri og ég ætla að segja” allt í einu segir pabbi þeirra við Mary “Hvað? Malfoy? hefuru verið að eltast við þá fjölskyldu? Hvað ertu að pæla? Veistu ekki hvern þau vinna fyrir? Greinilega ekki! Malfoy fjölskyldan er þekkt fyrir að vera helstu stuðningsmenn Hans-sem-má-ekki-nefna.”
Nú var Stacy að verða pirruð og gat ekki haldið þessu í sér og öskraði yfir þau öll
“Viljið þið hætta þessu, hann er ekkert spes! Ef 15 ára strákur getur ráðið við hann, við hvað eruð þið þá hrædd? Og hann er kallaður Voldemort” hún strunsaði upp stigann og upp í herbergið sitt og skellti hurðinni á eftir sér og hlammaði sér á rúmið. Hún tók upp bréfið og í því stóð

Kæra Fröken Stacy.
Ég heit Hermione Granger. Ég er í Gryffindor og við höfum tekið eftir því að þú hefur veitt Harry Potter stuðning seinasta árið, eða sýnt samúð þína.
Við félagarnir og fullt af krökkum stofnuðum félag fyrr á árinu, þar sem Harry kenndi okkur galdra sem eru góðir fyrir framtíðina. Meiningin var að gera þetta til að vera á móti Prófessor Umbridge en þar sem hún er farin ætti það að vera hættulaust en okkur fannst þetta svo gaman og þar sem allir voru byrjaðir að læra svo mikið ætlum við að halda áfram á næsta ári og ef þú vilt væri gaman að hafa þig með eina sem þú þarft að gera er að senda mér uglu til baka með svari þínu og við munum senda þér uglu til baka með upplýsingum.
Kv. Hermione Granger varaforseti hjá DA.

P.S. Ekki sega neinum frá þessu.

Stacy hoppaði á fætur og sast við skrifborðið sitt og tók upp pergament og blek og skrifaði:

Kæra Hermione ég vil endilega vera í þessum hóp ykkar ég veit ekki hvað ég á að sega (skrifa) nema ég er með spurningar
Hvað stendur DA fyrir?
Hvað eru margir í þessu?
Hvað gerum við?
Ég vona að þú getir svarað spurningum mínum
Kær kveðja Stacy

Hún labbaði niður og spurði mömmu sína hvort hún mætti fá fjölskyldu ugluna lánaða því að hennar var einhverstaðar úti og hún þurfti að senda vinkonu sinni skilaboð strax! Mamma hennar leyfði henni það og hún braut bréfið saman og lét það í umslag og vandaði sig rosa við að skrifa Hermione Granger framan á. Síðan opnaði hún gluggann og hleypti Mössu (uglan) út.
Það liðu margar vikur og áður en Stacy vissi var Júlí að vera búinn, en hafði hún ekki ennþá fengið svar frá Hermione.
En það kom á endanum, 3 Ágúst kom ugla á gluggann hjá Stacy um morguninn. Það var frá Hermione. Hún opnaði það og í því stóð:

Kæra Stacy velkomin í DA ég get svarað spurningum þínum en það er ekki gott að vera að senda þér þær þar sem bréfin gætu verið skoðuð frá einhverjum sem kemur þetta ekki við þannig við hittumst bara í skólanum og ég útskýri allt.
Kv. Hermione Varaforseti hjá DA

Stacy las bréfið yfir 2 sinnum og lét það síðan í gamla kistu sem amma hefði hennar átt og þar geymdi hún allt það dót sem henni þóti vænt um.
Stacy hefði aldrei átt neitt mikið af vinum eða kunningjum hún eyddi mest öllum sínum tíma á bókasafninu í skólanum, hún mundi eftir ölllum tímunum þegar hún hefði verið í skólanum á bókasafninu og Hermione, Harry og Ron hefðu verið að bralla eitthvað, og henni fannst svo gaman að fylgjast með þeim.
Næstu dagana í ágúst hefðu verið slæm endalaus rigning og rok. Það hefði ekki verið hægt að fara út eða ekki gera neitt varla nema sitja inni og lesa yfir heimavinnuna. Vikurnar liðu hratt og það styttist mikið í skólann og Stacy gat ekki beðið eftir að hitta Hermione og fá að tala við hana.
Einn dagin vaknaði hún með sólina í augunum og sá bréf liggja á borðinu. Það var frá Hogwarst, það sama og hún hefði fengið síðastliðin ár. Hún opnaði það og þar var listi yfir bækur og velkomnu bréf frá kennurunum. Hún fór niður og bað pabba sinn um pening til að kaupa skóladótið. Hann rétti henni nokkur Galleon og síðan rölti hún af stað. Hún byrjaði að kaupa sér bækurnar og síðan meira, smátt og smátt.
Allt í einu sá hún einhvern veifa sér. Hún sá ekki hver það var en manneskjan kom nær, þá var þetta ………….

Kv.sigrún
Er guð kona ?