Ég var að lesa æskuna og rakst í grein um Harry Potter. Ég lagaði hana aðeins og breytti því að í æskunni er hún 2 bls:

Það var snemma árs 1993 sem ung, kasólétt kona sat í lestinni milli Edinborgar og London. Hún var þá nýskilin við eiginmann sinn og var bæði peningalaus og atvinnulaus. Þar sem hún situr í lestinni fær hún skyndilega þvílíka uppljómun að allt hennar líf átti eftir að taka stökkbreytingum. Þarna kviknaði hugmyndin að sögunni um Harry Potter. Þessi kona, höfundur Harry Potter bókanna heitir Joanna K. Rowling. Hún er 34 ára skosk og menntuð sem Kennari. Í 3 ár gekk Joanna með litlu stelpuna sína í barnavagni á milli kaffihúsa í Edinborg til að fá yl, sem hún fékk ekki í óipphitraði leiguíbúðinni, og skrifaði söguna um Harry Potter. Þegar hún hafði lokið við fyrstu bókina gekk hún á fund Bloomsbury bókaforlagsins í London og kynnti fyrir þeim hugmyndir sínar um 7 bókarflokk um Harry,munaðarlausan strák sem býr yfir nægum töframætti til að berjast við hin illu öfl úr galdraheiminum. Í júní 1997 kom Harry Potter og viskusteinninn út í Englandi og síðan hafa bækurnar farið sigurför um heiminn og sitja í toppsæti metsölulistans víða um heim. Nú er búið að þýða bækurnar á 35 tungumál og þær hafa selst í yfir 30 milljónum eintaka.

Hver bók um Harry segir frá einu ári í galdraskólanum magnaða, Hogwartsskóla. Við fylgjum honum frá 10 ára aldri til 17 ára.
Vinsældir bókanna eiga væntanlega sjálfri persónunni Potter mikið að þakka. Auðvitað er gaman að fylgjast með öllum göldrunum og fantasíunni sem þar liggur á bak við en það sem heldur okkur við lesturinn hlýtur að vera sjálfur Harry Potter.


Eftir að Rowling hafði skrifað 3 bækur um Harry þá steig skyndilega höfundur að nafni Nancy Stouffer fram á sjónarsviðið og ákærði Rowling fyrir ritstuld. Hún segist hafa skrifað bók árið 1984 sem heitir The Legend of Rah and Muggles (Þjóðsagan um Rah og Mugganna) en í henni heitir einmitt aðalpersónan Larry Potter. Í bók Nancyar eru Muggarnir bláleitt fólk sem tekur að sér 2 munaðarlausa drengi sem galdra heimalandið sitt svo að það breytist í dásamlegan stað. En nú hefur komið í ljós að hugtakið “muggles” hefur verið notað í mörgum bókum síðustu áratugina og það á sér langa sögu sem rekja má lengra en 300 ár aftur í tímann. Rowling útskýrir þannig: Muggles er fólk sem kann ekki að galdra.

Reyndar heitir æskuvinur Rowlings Ian Potter. Þau léku sér oft saman og þegar hann frétti af þessari málsókn lét hann í sér heyra og rifjaði upp þykjustuleiki þeirra þar sem Rowling vildi oftast leika galdranornir og galdramenn og klæðast alls konar búningum.


Takk fyrir mig
Og má þess geta að hún vann málið hún Rowling