Why?? Afhverju í helvítinu er nördalegt að fíla Harry Potter?
Þetta eru snilldar bækur!
Ok ég var að lesa grein hérna um daginn og sá að í einu svarinu var spurt hvort það væru einhverjir yfir 14 sem læsu Harry Potter!

Ég er 15 og ég elska þessar bækur.

Ég er búinn að lesa fyrstu fjórar svona hundrað sinnum! Og um leið og Inga er búin með 5. þá tek ég hana af henni með góðu eða illu!

Bíddu er kannski nördalegt að lesa Harry bækurnar af því að þær eru fyrir börn? Þær eru ekkert bara fyrir börn!!! Mamma er alveg að fíla þessar bækur.

Er kannski nördalegt að lesa þær því maður er að lesa??? Maður les líka Mad blöðin er maður þá nörd?

En samt, það eru eiginlega allir sammála um að myndirnar séu cool… sama þótt þeim finnist bækurnar nördalegar og að það séu bara nördar og smábörn sem lesi þær…
Afverju ætli það sé?? Bækurnar eru miklu skemmtilegri!!!


Hei mig langar að bæta við þessu:

“I say to you all, once again—in the light of Lord Voldemort’s return, we are only as strong as we are united, as weak as we are divided. Lord Voldemort’s gift for spreading discord and enmity is very great. We can fight it only by showing an equally strong bond of friendship and trust.”

Þetta sagði Pr. Dumbledore í lok fjórðu bókarinnar… Þetta er Cool ;)