Upphafið Jæja, best að leyfa ykkur að lesa þetta. Þetta er sem sagt smá fanfic sem ég hef verið með huganum svolítið lengi og ákvað að láta fyrsta kaflan niður á blað (tölvu) rétt áðan.

Ég hef ekki lesið mikið af fanfiction á netinu og því gæti efni þessarar sögu minnar verið svipaðar og einhverjar annarar, það er þá alls ekki með vilja.

Ég ælta að reyna að skrifa meira í þessu seinna, fyrstu kaflarnir gætu orðið leiðinlegir en við skulum sjá hvernig þetta þróast :)

Jæja, here we go:

************************************************

Upphafið

1. Kafli, Endurreisnin.

Það var þokugrár morgun. Grámygluleg skýin hímdu yfir fallegu stöðuvatninu og skóginum sem umkringdi það. Upp á hæð einni voru rústir þar sem einu sinni hafði staðið mikilfenglegur kastali áður fyrr. Mikil kyrrð hvíldi yfir öllum lífverum staðarins, einnig manneskjunum fjórum sem stóðu uppi við rústirnar og litu yfir vatnið. Þarna stóðu þær upp á hæðinni, tvær konur og tveir menn og litu þögul í kringum sig.

Allt í einu rauf annar maðurinn þögnina, sá var stór og sterklega byggður, útitekinn í andliti og rauðbirkinn.

„Ég held að þetta sé staðurinn.“

Hinar manneskjurnar rönkuðu við sér og litu á manninn. Það mátti sjá að úr andlitum þeirra að þau voru sama sinnis.

Maðurinn hélt áfram: „Hér er allt sem við þörfnumst, með styrknum frá Galdramáluráðuneytinu og smá ákveðni og harðri vinnu getum við látið drauminn rætast.“

„Vissulega getum við það Godric“ Samsinnti önnur kvennana og leit með gáfulegum bláum augum sínum á rauðbirkna manninn. „Er eitthvað annars að frétta af styrknum? Þú hefur ekkert heyrt í Merlinreglunni nýlega er það?“

„Ekki nema það sem kom með uglunni um daginn, þið vitið hvað ég á við. Ég held samt að innst inni séu þeir spenntir fyrir þessu, þeir vita það jafn vel og við að ekki er hægt að halda þessari heimamenntun galdramanna áfram endalaust. Það er sannarlega þörf fyrir skóla sem tekur inn nemendur og kennir þeim þessa list, óháð bakgrunni, kyni eða hörundslit.“

Annar maðurinn, unglegur og afar myndarlegur sem hafði slétt svart hár og leiftrandi græn augu leit við og opnaði munninn eins og hann ætlaði að segja eitthvað. En eitthvað virtist halda honum í skefjum, hann virtist ekki geta létt almennilega á hjarta sínu. Hann klóraði í grasið og virtist vera að hugsa sig um.

„Er eitthvað að Salazar? Líst þér ekki á staðinn?“ Spurði fjórða manneskjan, lítil og þybbinn klædd í gula og vel notaða skikkju.

Salazar virtist ranka við sér og hristi hausinn vandræðalega. Hann hugsaði með sjálfum sér að þau þyrftu ekki að vita strax, einhvern tímann myndi hann segja skoðun sína en bara ekki strax. Hann forðaðist grunsamlegt augnaráð Godrics sem virtist vera að reyna að sjá hvað hann hugsaði.

„Það er ekkert að Helga mín, mér finnst þessi staður vera fullkominn og við ættum að hefjast handa strax og mögulegt er.“ Sagði hann loks.

„Að sjálfsögðu“ sagði Godric. „Rowena, þú hefur allt á hreinu varðandi skipulagið?“

Bláeygða konan kinkaði kolli. „Það vita allir hvað þeir eiga að gera og hvenær við hefjumst handa, er það ekki?“ Spurði hún og leit á Salazar, Godric og Helgu.
Öll kinkuðu þau kolli, tóku upp sprota sína og tilfluttust eitt af öðru á burt.

-

Ef einhver hefði, sem ekki vissi um hvað málið snerist, séð hvað átti sér stað uppi á gömlu kastalarústunum næstu vikurnar hefði sennilega haldið að þarna væri draugagangur eða eitthvað álíka fáranlegt. Á þeim tíma mátti sjá alls konar ljósblossa og önnur kynstur eigar sér stað uppi á hæðinni. Manneskjurnar fjórar unnu baki brotnu dag sem dimma nátt við að reisa kastalann, sem einu sinni hafði verið glæsilegasta bygging alls Englands, aftur upp og hefja hann aftur til sömu virðingar sem hann hafði áður haft.

Á meðan Salazar setti upp alls konar varnir fyrir utan aðkomandi öflum (þar á meðal bestu Mugga- og tilflutningsvarnir sem höfðu verið gerðar) voru Helga og Godric önnum kafinn við að reysa kastalann upp að nýju undir sterkri stjórn Rowenu sem gekk um með galdrakortið og sagði þeim til. Ef einhver muggi hefði átt leið hjá hefði hann sennilega litið hvumsa við ef hann hafði heyrt til Rowenu segja Godric að hann hefði sett turninn á vitlausan stað og skamma Helgu fyrir að hafa grafið dýflissurnar of langt niður.

Og þannig gekk þetta, dag eftir dag, viku eftir viku, uns loks að kastalinn var risinn í allri sinni dýrð.

Sá hluti svæðisins sem áður hafði verið skógur hafði minnkað töluvert og breyst í stórar og fallegar grasflatir sem teygðu sig alla leið til vatnsins. Þar sem iðjagrænt grasið endaði tók við dimmur skógurinn sem var bæði í senn drungalegur og spennandi. Það voru svo sannarlega spennandi tímar fram undan og virtist vera að nýrisinn kastalinn byði eftir því að fyllast af hlæjandi andlitum sem leggðu þar stund á galdra.

Þarna stóðu fjórmenningarnir í nákvæmlega sömu sporum og þeir voru í fyrir nokkrum vikum og létu fegurð staðarins njóta sín til fullnustu. Eftir að hafa staðið þarna í nokkrar mínútur og leyft fuglasöngnum að kæta eyrað gengu þau inn um aðaldyrnar og tóku til starfa. Byggingu kastalans sjálfs var lokið, nú þurfti að ákveða og leggja grunninn af öllum þeim ótrúlegu hlutum sem áttu eftir að fara fram innan þessara fallegu kastalaveggja næstu aldirnar eða svo.
Anyway the wind blows…