Þetta eru allt STAÐREYNDIR sem JK hefur gefið upp. Engar kenningar! Ef að þið viljið ekkert vita um 5. bókina, ekki lesa áfram. Þetta eru samt ekki miklir spoilerar nema undir endann. Ég gef viðvörun þá. Njótið! :)

Fimmta bókin mun heita: “Harry Potter and the Order of the Phoenix.”

Í bók 5 munum við sjá glænýtt svæði í galdraveröldinni, einhverstaðar sem við höfum aldrei verið í áður.

Harry mun finna margt út sem hann vissi ekki áður. Dálítið skerí.

Í bók 5 mun Harry kynnast því hvað dauðinn er, úr meiri nálægð en hann mundi kjósa. Þetta endar aldrei fyrir veslings Harry okkar. :(

Við munum sjá bílinn hans Arthur Weasleys aftur, Aragog (Jey! Ég elska stórar köngulær í öllum sögum, enda er nikkið mitt fengið frá einni slíkri skepnu) Dobby og Dementora (vitsugur.)

Bók 5 verður a.m.k. jafn löng og sú fjórða, Goblet of Fire.

Dursley fjölskyldan er í næstu bók, og það munu hlutir gerast með þeim sem við búumst ekki við. Það er aldrei hægt að spá fyrir um hvað hún JK Rowling gerir hvort sem er, tilgangslaus viðvörun. :)

JK var spurð hvort hvaða herbergi hún mundi vilja vera í í Hogwarts í klukkutíma (þrjú í :D), og hún svaraði því að það væri herbergi sem Harry hefur verið í (fjórða í! :D:D), en viti ekki hversu mikilvægt það er. Ennþá.

Það er mjög mikilvægt að Harry hefur eins augu og móðir hans og að sprotinn hennar var góður fyrir charms (veit ekki hvað það er á ísl.)

Í viðtali var JK spurð ef Harry mundi hafa dreka sem gæludýr. Hún svaraði: “You can't tame a dragon, no matter what Hagrid thinks. It's simply impossible. So no. He has more common sense. He MAY have a different pet in the future, but for now, I won't say anything else”. Humm…

Í sama viðtali var hún spurð hvort Harry hefði notað internetið. Hún svaraði: “No. They (the Dursleys) won't let him go near Dudley's computer, and Dudley is the only one who has a computer. They hit him if he gets too near to the keyboard. So the answer would be No. I use it a lot, but Harry doesn't. Wizards don't really need to go on the web. They have an even better way to find out what's happening in the outside world, which I think is a lot more fun than the Internet, but I'm going to keep quiet on this one.”

Einn af hornsteinum plottsins næstu þrjú árin er valið milli þess sem er rétt og þess sem er auðvelt.

Í endanum á bók 4 er talað um “Arabellu Figg”. Þetta er sama Figg og gætti Harrys þegar Dursley fjölskyldan fór út til Marge frænku. Hún er nágranni þeirra á Privet Drive (Runnaflöt). Líklega vörður hans Harrys.

Sorting hatturinn mun taka lagið á ný! :)

Maður mun sjá hina ofarnefndu Arabellu Figg í næstu bók, og maður mun læra allt um hana.

Vinna forleldra Harrys er mikilvæg í næstu bók.

Harry mun hitta hinn raunverulega Mad-Eye Moody (Skröggur, er það ekki, á ísl?) í bók 5. Hann er víst flottari en sá falski. :D

Við munum finna út af hverju Voldemort myrti Lily og James Potter.

Eitthvað STÓRT mun vera afhjúpað um Lily Potter.

Nýji Defence against the Dark Arts kennarinn verður kvenkyns. Arabella Figg, kannski?

Lupin verður í bók 5. Yay! Uppáhalds karakterinn minn! :D

Ginny Weasley verður í stærra hlutverki í bók 5. Hún og Harry kannski…

**SPOILER**: Þetta er stærsti spoiler greinarinnar. Vilt þú finna það út núna eða þegar þú lest? Þitt val. :) **SPOILER**



Einn af “aðdáendum” Harrys mun deyja. JK sagði að það yrði hræðilegt að skrifa dauðdagann. :( Colin Creevy, kannski? Eða Ginny? Ég vil bara ekki hugsa um það. Það verða þó hvorki Ron né Hermione, sem betur fer, þau eru ekki einu sinni saman ennþá. :)
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane