Iona og Eric voru tvíburar sem bjuggu í kjallaraíbúð í úthverfinu. Mamma þeirra hafði dáið þegar þau fæddust en pabbi þeirra vann alla daga til að eiga fyrir húsnæðinu. Þau voru tíu vetra þegar þetta gerðist.
Iona vaknaði við að þrumu laust niður. Hún stóð upp en heyrði Eric snökta lágt við gluggann.
Iona stundi. Eric hagaði sér oftast mikið barnalegar og fékk stundum grátköst vegna þess hann hugsaði of mikið um mömmu þeirra.
“Hvað er núna að Eric.” sagði hún mæðulega og settist við hliðina á Eric. Hún leit út. Það var júní en samt var alltaf grenjandi rigning.
“Hann er ekki kominn.” snökti Eric. “Klukkan er ellefu og hann er ekki kominn.”
“Ég er viss um að hann kemur.” sagði Iona hughreistandi. “Pabbi myndi aldrei fara frá okkur.”
“Mig la-angar bara að sjá hann og sp-yrja hvort að allt sé ekki í lagi.” sagði Eric og skalf af ekkasoga.
“Allt í lagi. Við skulum bara fara á skrifstofuna og kíkja hvort hann sé þar.” sagði Iona og stóð upp.
Þau klæddu sig og hlupu út.
Regnið lamdi þau í andlitin en þau hlupu áfram. En allt í einu hrasaði Iona um einhvað.
Svarta tösku. Iona opnaði hana. Hún var full af gulli.
“Vá sagði” sagði Iona.
“Hvað fannstu?” hrópaði Eric og hélt áfram að hlaupa.
“Æj ekkert sérstakt.” sagði Iona og setti töskuna á bakið.
Pabbi þeirra þyrfti aldrei aftur að vinna ef hún myndi segja honum frá þessu.
Þegar þau komu að skrifstofunni var hún opin upp á gátt.
“Ég fer inn.” sagði Iona óttaslegin og læddist inn.
Gangarnir voru allir jafn dimmir og drungalegir svo Iona ákvað að flýta sér. Hún hljóp upp á efri hæðina og inn á skrifstofu pabba hennar.
Hún fraus í sporunum.
Svartklædd vera stóð yfir faðir hennar sem lág á jörðinni. Veran beindi einhverju mjóu priki að honum.
“Avada.” sagði hol rödd undann hettunni hjá verunni.
Faðir Ionu sneri sér að henni.
“Hlauptu.” hvíslaði hann.
“Kedavra!” þrumaði veran.
Grænt leiftur skaust út úr prikinu og í bringuna á faðir hennar. Hægt hneig hann niður með augun galopin. Iona starði sem lömuð á með hryllingi.
Veran snéri hausnum að henni.
Iona tók á rás. Niður stigann, flaug niður allann ganginn og greip í Eric sem beið við dyrnar. Hræðslan gaf henni vængi þar sem hún spændi af stað.
“RÆNULAUS!” öskraði veran og einhvað lenti í Eric.
Það leið yfir hann. Iona kippti honum upp á bak sitt og hljóp áfram út í skóginn.
Hún faldi sig á bak við eitt tré og andaði. En þá straukst einhvað við kinn hennar. Hún ætlaði að æpa en það var líkt og ósýnileg hönd hefði gripið um munn hennar svo að hún þagnaði. Gegnsær hestur.
Það hefði liðið yfir hana af skelfingu ef einhver róleg rödd hefði ekki hvíslað í eyra hennar :“Stígðu á bak ekki vera hrædd.”
Iona lyftir Eric á bak en klifraði svo sjálf á bak.
Hesturinn flaug hægt og virðulega yfir London. En hann stefndi á Hroðagerði -eða það sýndist Iona allavega þegar hún leit á götuskiltið.
Hann stoppaði á milli hroðagerðis 12 og 14. En allt í einu kom hurð í ljós í miðjunni. Skeggjaður maður gekk út.
“Iona, Eric ég hef verið að bíða eftir ykkur.” sagði hann “ég þarf að útskýra margt.”
“Hver ert þú og hvað viltu okkur?” sagði Iona og steig niður af hestinum.
“Ahh því mun vera svarað þegar þið komið inn. En ég heyti Albus Dumbledor.” sagði maðurinn og hjálpaði Ionu að bera Eric af hestinum og inn.
Hálftíma seinna sat Iona inni með tebolla í hendinni.
“Ég er hvað.” sagði hún og missti tebollann á gólfið.
“Galdramaður og bróðir þinn líka.” sagði Dumbledor. “Illur galdramaður drap pabba ykkar því að hann vildi ekki segja honum hvar þið voruð.
”Afhverju vill hann okkur?“ spurði Iona forvitin.
”Svo að hann geti klárað leynivopnið sitt.“ sagði Dumbledore rólega. ”Hann safnar eins mörgum galdramönnum og hann getur til að geta gert þá illa á barnsaldri. Þannig fullkomnar hann leynivopnið.
“Hvaða leynivopn?” sagði Eric og opnaði augun.