Jæja! Þá er komið að því að kjósa sigurvegara í jóla smásagnakeppninni! Sex sögur komu inn og er það alls ekki slæmt miðavið það að það voru próf og fólk hafði stuttan tíma, vill ég þó hvetja fólk til þess að taka meiri þátt í næstu keppni.

Ég ætla að telja upp sögurnar sem voru sendar inn svo að þær eru á einum stað og áður en ég útskýri hvernig ÞÚ notandi góður getur haft áhrif á hver vinnur.

Adelene sendi inn söguna Tími fyrirgefninga

Arja sendi inn söguna Fyrstu jól fjölskyldunnar

Gulla369Griz sendi inn söguna Viðurkenndar tilfinningar

Gulla369Griz sendi einnig inn söguna Ævintýri á jólanótt

Kylja sendi inn söguna Töfrar jólanna

svanaerla sendi inn söguna Different Christmas


Núna er komið að ykkur notendum til að kjósa sögurnar sem ykkur finnst vera bestar. Ég vil að þið setjið einhverjar fjórar sögur í fjögur sæti. Það mun þá koma svona út:

1. Dansi flikkólínu- samot
2. Hérabakan- samot
3. Sagan um hárklemmuna- samot
4. Upp, upp, upp á fjall- samot

(ath. Þetta er skáldskapur í mér… vonandi fattið þið það..)

Sú saga sem ÞÚ setur í fyrsta sæti fær FJÖGUR stig. Annað sæti færi þrjú stig, þriðja fær tvö stig og fjórða fær eitt stig. Það má aðeins setja eina sögu í hvert sæti og það á setja “nafn á sögu”- “höfundur” svo að það sé skýrt og greinilegt.

Ég bið ykkur þó að kjósa ekki nema þið séuð búin að lesa þær sögur sem þið viljið kjósa. Þetta er gert svo að það séu fleiri möguleikar í boði.

Vonandi er þetta skiljanlegt. Úrslit verða svo kynnt 13. jan, eftir viku.
Voldemort is my past, present and future.