Það virðist vera að menn séu loksins að taka við sér í þessu áhugamáli og eru reglulega að koma góðar myndir, greinar og kannanir. Ég vildi bara láta ykkur vita sem hafið verið og eruð að hugsa um að senda inn kannanir að við erum búnir að bóka kannanir tvær vikur fram í tímann þannig að sá næsti sem sendir inn hann þarf að bíða í tvær vikur og þrjá daga af því að stefna okkar er að leyfa hverri könnun að lifa í ca. 3 daga til að fá marktæka svörun.