Ég er með 2 effekta sem ég var að pæla í hvort einhver hefði áhuga á skiptum við einhverja skrítna modulation, filter eða ring modulator eða eitthvað þvíumlíkt. ég er mjög spenntur fyrir ehx flanger hoax ef einhver á hann til en annars hef ég líka áhuga á öðrum skrítnum effektum en ég á nóg af bjögunareffektum. Einnig spila ég á trommur og hægt er að bjóða mér allskyns skemmtilegt dót. ég er til í að borga uppí ef um dýrari effect er að ræða eða láta báða upp í einn effect.

Fyrstan má nefna Zoom Hyper lead sem er distortion effect sem er hættur í framleiðslu. Hann er analog og sándar mjög vel að mínu mati. Er bara með nóg af þess háttar effectum á brettinu mínu. Hann fær mjög góða dóma á harmony central.

Harmony central dómar
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Effects/product/Zoom/HL-01+Hyper+Lead/10/1

Mynd af samskonar pedala.
http://www.woodbrass.com/images/woodbrass/9550300549001.JPG

Hinn er Route 66 frá fyrirtækinu Visual sound. Hann er í raun tveir effectar í einum. Öðrum megin er overdrive sem er eftirherma af gömlum tubescreamer og hinn er compressor. Hann fær líka mjög fína dóma á harmony central.

Harmony central dómar
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Effects/product/Visual+Sound/Route+66/10/1

Mynd af samskonar pedala
http://ecx.images-amazon.com/images/I/41YPAK126SL._SL500_AA280_.jpg