Já titillinn segir grunninn. Ég hef tekið ákvörðun um það að selja Space Stationinn minn loksins eftir mikið love/hate relationship en nú hef ég loksins komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir það hversu skemmtilegur pedall þetta er þá er hann ekki alveg fyrir mig.

Pedallinn er í virkilega góðu ásigkomulagi og rispur og skrámur í lágmarki miðað við aldur og notkun á tækinu. Allt virkar sem á að gera og hef ég enga vitneskju til þess að tækið hafi nokkurn tímann bilað.

Með honum fylgir amerískur straumbreytir en ég hendi með spennubreyti þannig að hann virki á íslenska kerfinu.

Pedallinn er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og get ég þó sent hann í póstkröfu ef til þess kemur.

Ég er einungis að leita að alvarlegum tilboðum og vill ég nefna það til viðmiðunar að XP300 pedalar eru farnir að fara á 400$ á ebay og víðsvegar á netinu þar sem ég hef séð þá selda notaða.
Það er því komin mikil eftirspurn eftir þessum pedal sem hættur er í framleiðslu fyrir mörgum árum.

Fyrir þá sem ekki þekkja til en vilja kynna sér hann bendi ég á eftirfarandi linka:
http://guitargeek.com/gearview/23/
http://reviews.harmony-central.com/reviews/Effects/product/DigiTech/XP-300+Space+Station/10/1
http://news.harmony-central.com/Newp/SNAMM97/DigiTech/XP.html

Video:
http://www.youtube.com/watch?v=ZBf2lc0PCxA

En flestir ættu þó að vera kunnugir til þessa tækis og vita hverju þeir væru að ganga að.

Þeir sem hafa áhuga endilega sendi á mig tilboð annaðhvort hér eða í EP. Sem stendur er ég ekki opinn fyrir skiptum, einungis sölu.