Nýja trommusettið mitt. Sælir.

Ég var að kaupa þetta sett í gær( 2.júlí). Þetta er Pearl Prestige Session Select sett sem er í finishinu “Wine Red” Gloss Laqcuer. Þessi lína er discontinued frá Pearl en þetta sett hljómar ótrúlega vel!

Viðurinn er blanda af Maple (hlynur) og Mahogany. Þetta er 7-ply þar sem ysta og innsta plyið er Maple og inni er Mahogany.

Ég á fyrir PDP CX Series Maple Sett og fyrir mér hljómar þetta miklu betur. Hljómurinn er dýpri og “hlýrri” og ég er ótrúlega sáttur með þessi kaup!

Allavega, hérna eru speccarnir á trommunum:

10x8“ Rack Tom
12x8” Rack Tom (fíla þetta mikið, minni skel er þægileg fyrir bassatrommuna og staðsetningu á Rack tominum.
14x12“ Rack Tom
16x13” Rack Tom

Bassatromman: 20x18“ (Rosalega þægileg stærð. Er vanur 22” og er rosalega hrifinn af þessari stærð!)
Einnig með þessum díl fékk ég 13x5“ Omar Hakim Sig. Sneril sem ég er mjög ánægður með!
Aukalega keypti ég tvær quarter Toms sem sumir þekkja betur undir nafninu Octobans en Tama á einkarétt á því nafni. Stærðirnar á þeim eru 6x18” og 6x21“.

Cymbalarnir eru:

18” HHX Stage Crash
7“ Radia Cup Chime
10” Byzance Splash
12“ AAX Splash
18” HHX Studio Crash
17“ K Dark Crash Thin
21” HH Vintage Ride
18“ HHX Chinese
14” K Custom Dark Hats og 14" AAX Studio Hats (Er núna að nota K Custom Dark Top ofan á AAX Studio Top.)
Mike Portnoy: Do you guys know how long it took to find a gravestone with the name Victoria Page, and the dates 1905-1928 on it?! Took us months!