Fjölskyldumynd Þetta eru s.s. raf-bassarnir og raf-gítararnir mínir loksins á einum stað, það hefur að mig minnir aldrei gerst áður :)

Frá vinstri til hægri:

- Fender USA ‘75 RI Jazz Bass: Fyrsti alvöru bassinn minn, búinn að setja Custom Shop ’60s PU í hann, gæti ekki verið sáttari.

- Cimar SG Bass: E-r hundgamall japanskur bassi sem ég keypti á slikk af félaga mínum og gerði svo upp. Hann var upphaflega fallegur á litinn en illa farinn svo ég pússaði hann allan og málaði inní bílskúr, kýs að kalla þennan lit Gay-burst.
Annars er hann bara helvíti fínn og soundar einstaklega skemmtilega, mjög oldschool.
Pússaði líka hálsinn og lakkaði aftur með Trip Trap lakki, smoooooth.

Fender CIJ Telecaster m. Bigsby: Keypti hann á Huga um daginn, gæti ekki verið sáttari, yndisleg græja. Fékk Brooks til að koma fyrir Pearly Gates Humb. PU. og Little ‘59 í honum.

Fender MIM ’70s Stratocaster: Er einnig tiltölulega nýbúinn að eignast þennan, helvíti fínn Stratocaster m. JB jr. í brúnni.

Fender American Std. Precision Bass: Aðal bassinn minn, nota hann í allt! Fékk Brooks til að fræsa út fyrir auka Jazz Bass PU og get ekki sagt annað en að ég elski þennan bassa eftir það. Er með Fender Orgnial P-Bass PU og '60s J-Bass PU.


Ef þið eruð með fleiri spurningar skal ég reyna að svara þeim eftir bestu getu :)

KV V