Hljóðfærin mín Þetta eru hljóðfærin mín

Hangandi uppi á veggnum er Gibson SG special fadet. Ég var ekki ánægður með sándið í honum þangað til ég setti í hann Seymour Duncan pickupa, en þá var það eins og að fá nýjan gítar, svo mikill var munurinn.

Fyrir neðan er svo orange Crush 15R æfingamagnari og ofan á honum eru effectarnir mínir; Boss Chorus Ensemble, Metal Zone, og Super Overdrive. Fyrir neðan appelsínuna er stóri magnarinn minn, Marshall TSL 602.

Í miðjunni er svo kassagítarinn minn af gerðinni Garrison G4, sem er þrusugóður gítar.

Lengst til hægri er svo fyrsti gítarinn minn, Yamaha Pacifica, sem ég er aðeins búinn að breyta.