26 ára Bassaleikari í leit að réttu bandi.. er í leit að einhverju nýju og fersku. er búinn að vera að spila í þó nokkur ár og þá aðallega rokk. klassísk gömul rokk lög einnig nýtt ferskt í bland. En bara nokkurn veginn kominn með ógeð á því að vera alltaf að hjakka í gömlum standördum. Langar helst að spila skemtilega blöndu af einhverju fusion Jazz/fönki. Skemmtilegur trommari er fyrir öllu, einhver sem er í flottum takt breytingum ef þið skiljið mig, ekki bara einhver sem hjakkar á sama bítinu út í gegn. gaman væri að spila með hljómborðsleikar með flottum syntum og soundum og jafnvel líka blásturshljóðfærum..
Vantar tækifæri til að þroskast og læra. Eitthvað sem að rokkið var ekki að veita mér.
Er mjög þéttur og vel spilandi og nákvæmur á tíma..
sjálfsagt gæti einhver annar lýst mér betur en ég sjálfur. hehe..