Hæ, við erum að leita eftir fólki til að spila með. Við erum með rytmagítarleik og bassaleik nokkuð vel covered, en okkur vantar að minnsta kosti trommara og helst lead gítarleikara. Erum í kringum þrítugt og vildum helst fá fólk á svipuðum aldri. Við erum á höfuðborgarsvæðinu, en ekki með æfingaaðstöðu. Planið er að fara að semja tónlist í svona rokk/hard rock/metal geiranum. Það gæti tekið heila eilífð að telja upp bönd sem hafa áhrif á okkur, enda stendur ekki til að fara að copy-a neitt eða svoleiðis, en til gamans má nefna Black Label Society, Metallica, Pantera, Skálmöld, Led Zeppelin, Uriah Heep o.fl. 

Ef þú ert trommudýr sem býrð í eigin æfingahúsnæði og getur spilað one-handed sóló meðan þú spilar einhent á trommur, væri það brilljant, en allir sem uppfylla eitthvað af þessu eru velkomnir líka. Já, og btw, þetta með sönginn er ekkert heilagt, ef þig langar að syngja máttu það líka.

Sendið skilaboð hér eða á hinnraudi@gmail.com
I got rabies shots for biting the head off a bat but that's OK - the bat had to get Ozzy shots.