Hef laus 5 pláss fyrir einstaklinga í einkatíma í gítarkennslu, jafnt byrjendur sem lengra komna. Hef sjálfur spilað í um 14 ár. Vinn mikið með popp, rokk og metal en tel mestu skipta að fá fólk til að einbeita sér að því að læra þá tónlist, þau lög og þá tækni sem vekur áhuga. Gildir þá einu hvort um er að ræða rjúkandi rafmagnsgítarsóló eða kassagítarpartílög í útileguna. Áhugi er forsenda árangurs.

Um er að ræða 10 tíma (klukkustund hver) á 20.000 kr. Ég mæli eindregið með að fólk taki a.m.k. einn tíma í viku.

Hægt er að skoða nokkur lög og lagbúta sem ég hef tekið upp á YouTube - www.youtube.com/user/arnartg.

Hvet áhugasama til að senda mér póst með stöðu sinni og markmiðum á netfangið athg3@hi.is.

Kveðja,
Arna