Ég semsagt er að læra í Tónsölum og hefur gengið nokkuð vel að læra á gítar þar og gengið vel í prófum í því, en hinsveg kollféll ég í tónfræði því miður og er að vonast eftir að einhver hér geti kennt mér eitthvað í tónfræði þarsem ég næ ekki alveg að skilja það sem mér er kennt þar.
Væri þá jafnvel að hugsa um tíma og helst einkakennslu. En ekki neitt brjálæðislega dýrt samt.