Veit einhver hérna hvernig aktívir EMG pickuppar líta út að innan?

Ég var að velta því fyrir mér hvort þeir væru uppbyggðir svipað og hefðbundnir pickuppar með seglum fyrir hvern streng eða hvort þeir fúnkeruðu meira eins og míkrafónar, að það væri semsagt bara einhverskonar nemi undir lokinu.

Ég sé ekkert um þetta á heimasíðu EMG en þeir tala um að “segullinn” togi mjög lítið í strengina miðað við tildæmis hefðbundna humbucker pickuppa.

Ástæðan fyrir því að ég er að pæla í þessu er sú að vinur minn er með heimatilbúinn kontrabassa sem er sennilega mest kreisí hljóðfæri sem ég hef séð og hann var að spá hvort hann gæti notað aktívann EMG gítarpickupp sem hann á í bassann, það ætti að vera hægt ef það eru ekki seglar fyrir hvern streng eins og á venjulegum humbucker.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.