Þannig er mál með vexti að ég er að fara að taka upp plötu og ég hefði helst viljað nota “alvöru” syntha og rhodes að einhverju leyti í staðinn fyrir softsyntha, alvöru dót er ekki á hverju strái og budgettið mitt leyfir ekki að ég kaupi glás af svona dóti en ef það eru einhverjir hérna sem eiga græjur sem þeir væru tilbúnir að lána eða leigja mér yfir eina og eina helgi þá væri það frekar magnað.

Ég á líka alveg slatta af hljóðfæradóti sem ég gæti lánað í staðinn ef því væri að skipta td gítara, bassa, effekta og hljóðnema.

Ég er alls enginn græjuböðull, ég hvorki drekk ná dópa og græjurnar yrðu notaðar í reyklausu stúdíói og ég væri ekkert að falast eftir einhverri langtímanotkun heldur bara í mestalagi yfir helgi eða 2 til 3 daga í miðri viku þegar ég væri í vaktafríi.

Sendið mér skilaboð ef þið eigið eitthvað svona sem þið megið missa tímabundið, ég er ágætlega settur í digitalsynthadeildinni en mig bráðvantar einhvern analoghlunk fyrir bassalínur og strengjamottur.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.