Langar að spurjast fyrir um það hvort að einhverjir hérna gætu ráðlagt mér hvernig boost pedal ég get fegnið mér. Vantar eitthvað til að geta heyr í sólóum í hljómsveitinni. Er að nota randall Rh300 magnara sem er transistor með lampa í formagnara ef það skiptir einhverju. Og hann er með effecta loop.

Önnur vandræði hjá mér er feedback. Reyndar öfugt við flestalla feedback þræði þá vantar mig meira feedback. Fynnst það frekar pirrandi að í ákveðnum pörtum af lögum hjá okkur þá á að vera feedback og læti en gítararnir mínir feedbacka bara ekki nóg, og þá sérstaklega live. Það var frekar vandræðleg þögn í lagi hjá okkur á tónleikum þegar það ætti að vera feedback en gítarinn minn steinþagði bara.

Einhver með uppástungur fyrir mig? Býst við að ég þetta vandamál gæti líka lagast með boost pedal ef að hann hækkar gain-ið r sum svo það væri ákjósanlegt í boost pedalanum.
Nýju undirskriftirnar sökka.