Halló, er að spá í að bjóða magnarann minn til sölu eða skiptis. Þetta er Peavey Windsor Haus (100w. Lampi).

Ástæður mínar fyrir að vilja selja hann er að hann er bara með einni rás, ekki clean/crunch eins og svo margir aðrir. Þetta gerir það að verkum að það er svolítið vesen að stilla hann á clean sound, það þarf að lækka nánast alveg niður í preamp og hækka master volume-ið svolítið mikið, svo þarf að lækka niður í gítarnum sjálfum.
Þrátt fyrir þetta er hægt að ná alveg mögnuðu sound-i úr honum og t.d. clean soundið sem maður nær er mjög fallegt, en ef maður fer yfir svona 3 á preamp(peavey takkarnir ná upp í 12) þá ertu strax kominn í crunch og svo heldur það bara áfram að verða þyngra.
Hljómsveitin mín er að spila svolítið fjölbreytt lög, þannig að ég þyrfti helst magnara sem er þægilegra að breyta sound-i.

Hér er mynd af gripnum: http://www.flickr.com/photos/reynirgunnars/4260008165/

Ég keypti hann í haust hjá Tónabúðinni og kostaði hann 77 þúsund þá, hann er mjög vel með farinn og lamparnir heilir, þannig að í beinni sölu var ég að hugsa um að láta hann á ekki minna en 70 þúsund.

Varðandi skipti, vantar mig náttúrulega annann magnara í staðinn, þannig að ef þú ert með haus eða aðra stæðu sem væri í svipuðum verðflokki, er ég alveg til í að skoða það eitthvað.
Ég vil helst ekki láta boxið mitt með, þar sem ég er mjög ánægður með það, en ef að einhver er með stæðu sem hann vill skipta á í sama verðflokki er ég alveg tilbúinn til þess að skoða það. Boxið keypti ég á 77 þúsund á sama tíma í Tónabúðinni. Þannig að öll stæðan var á cirka 154 þúsund. Ég er ekki tilbúinn að selja boxið sér, þannig að ef þú hefur áhuga á því, verðurðu að kaupa alla stæðuna, en annars bara hausinn.

Hér er mynd af boxinu: http://www.flickr.com/photos/reynirgunnars/4260763360/

Endilega hafið svariði þessum pósti eða sendið skilaboð.

kveðja, Reyni
I got rabies shots for biting the head off a bat but that's OK - the bat had to get Ozzy shots.