Halló halló!!!

Þar sem að ég er búinn að sjá þó nokkuð af mögnurum til sölu síðustu daga ætla ég að prófa þetta einu sinni enn.

Ég er hérna með Roland G-88 bassa og Roland GR-33B syntha módúlu sem ég fékk hjá meistara BeEmm fyrir nokkrum mánuðum hér af huga.

Þetta er ótrúlega góður bassi, og ekki skemmir fyrir hvað synthinn er skemmtilegur. Bassinn er japanskur, neck through, Gotoh tunerar og bara allur pakkinn. Bassinn er vel farinn og synthinn líka, allt virkar 100% (en auðvitað sést aðeins á þessum græjum :) þær eru líka töluvert eldri en flestir sem stunda þetta áhugamál!)

Það var ekkert til sparað þegar hann var smíðaður!


En svona eru mál með vöxtum…

Þar sem að ég er að fara að stefna á nýjar brautir í listsköpun minni vantar mig nýjar græjur, lampamagnara fyrir gítar til að vera nákvæmur. Mig vantar s.s. e-n high gain, haus+box/combo/bara haus lampamagnara. Skoða allt!

Þar sem að ég hef ekki beint mikinn pening á milli handanna til þess að kaupa mér magnara verð ég annað hvort að skipta þessum bassa út eða selja hann. Ég býst ekki við því að ég geti selt hann hérna á landi nema fyrir e-ð klink svo mér liði betur að geta skipt honum (vil síður setja hann á ebay, þó svo að það gæti verið spennandi að sjá hvað gerðist þar).


Svo ef þið hafið áhuga á að eignast gífurlega sjaldgæfan bassa og jafnvel enn sjaldgæfari synth (+hardcase og snúruna sem þarf til að tengja þetta allt saman) megið þið endilega bjóða mér magnara í skiptum.

Myndir: http://s589.photobucket.com/albums/ss340/danielsmari/Roland%20bassi%20og%20Synth/


Upplýsingar: http://www.joness.com/gr300/GR-33B.htm


Skoða einnig aðrar upp-í-tökur + pening :) og beina sölu. Er búinn að ákveða að lækka verð-standardinn, þar sem fæstir virðast eiga krónu til eyðslu þessa dagana :)

Þetta er í síðasta skipti sem ég auglýsi hann hér, næst fer hann bara beint á ebay!!!

Endilega skjótið að mér tilboðum, hvort sem það er skipti eða peningur! Sendið mér tilboð hér á Huga í einkapósti eða á danielsmari@gmail.com