ég er búinn að vera skoða aðeins í hljóðfæraverslununum hér á landi og ég er ekki allveg búinn að finna magnara sem mér hentar.. málið er að mig langar í magnara sem er mest 2 channela og með fáránlega gott clean og að maður heyrir hverja nótu fyrir sig (þið fattið mig) og vel feitt sánd. ég vil ekki mjög kraftmikinn… bara nógu kraftmikinn fyrir hljómsveitaræfingu (kannski mest 1x12")

eruð þið með uppástungur?