Jæja hugarar og elsku samtíðarmenn.

Ég á í smá veseni, þannig er nú mál með vexti að ég verslaði mér græju í gegnum ebay frá USA … en það er mixer/kraftmagnari sem drífur 2x300w (Af gerðinni Soundcraft Gigrac600).

En málið er að ég er svo illa að mér í öllu sem viðkemur rafmagni þessvegna leita ég til ykkar.

Þar sem að græjan er keypt frá USA þá hlýtur hún að ganga fyrir 110v og það verður smá case þegar þetta er komið til Íslands.

Svo ég var að spá í hvort ég þyrfti að fá mér spennubreyti eða hvað sé til ráða.

Hérna er ég með mynd af bakhlutanum þar sem að rafmagnstengið kemur inn í:

http://www.soundcraft.com/downloads/fetchfile.aspx?cat_id=images&id=1310

Annars eru fleiri infó hérna: http://www.soundcraft.com/products/product.aspx?pid=128


Ég var nú ekkert búinn að pæla í þessu þegar ég verslaði þetta … en þar sem að ég vill ekki steikja græjuna þá þykir mér réttast að leita til þeirra sem hafa þekkingu á þessu sviði.

Endilega ef þið getið aðstoðað mig eitthvað þá eru öll comment vel þegin.

Með þökk,
gg
Ludwig Super Classic WMP 1967 Model 13“ 16” 22"