Óska eftir skiptum á Stratocaster og Gibson SG eða LP.

Ég á til helvíti góðan Fender MIM ‘70s Stratocaster RI.

Þetta er æðislegur gítar, heldur vel stillingu, auðvellt að setja upp og soundar mjög vel…en bara ekki eins og ég vil :/ Ég spila líka í alveg helling af mismunandi stillingum svo að Strat tremolo system er ekki alveg málið þegar ég er að stökkva upp og niður um hálfa og heila tóna.

Mér finnst hann ekkert síðri en margir USA Stratocaster gítarar sem ég hef prófað (og þeir eru þó nokkrir sem ég hef komist í snertingu við).

Ég er búinn að setja Seymour Duncan Jb.Jr. í brúnna, en á ennþá upprunalega pu.

Ég er ekki búinn að eiga hann nema í nokkra mánuði, svo hann er svo gott sem nýr. Keypti hann á 90.000.- (kostar rétt tæpa 1000$ af Music123).

Hann er svartur m. maple háls, schaller tunera og ’70s headstock!



Ég hef mikinn áhuga á að skipta á honum og Gibson SG Standard eða Gibson Les Paul Studio. Ég á e-a hrúgu af seðlum sem ég er til í að borga á milli, en hver sú upphæð yrði færi alveg eftir gítarnum sem mér er boðin.


Ég hef ekki áhuga á Epiphone gíturum, ég held Stratinum frekar. Eins og ég sagði þá er hann ekkert síðri en margir USA gítarar svo ég er ekkert æstur í að henda honum frá mér fyrir fyrsta boð.

Ég er staddur á höfuðborgarsvæðinu og það er ekkert mál að fá að koma og prófa hann.

Hafið samband í PM eða á danielsmari@gmail.com