Ókei, ég er semsagt með fjóra pappakassa fulla af gömlum Guitar Player blöðum frá árunum 1983 til ca 1994 sem ég er alveg til í að losna við, það er líka eitthvað af Guitar World frá svipuðum tíma í kössunum, þarna má finna endalausar transcriptiónir af Steve Vai gítarsólóum og þessháttar, grínlaust, þetta er eins og að ferðast í tímavél aftur til þess tíma þegar karlmenn voru með hárgreiðslur eins og kellingarnar í Guiding Light þáttunum og allir spiluðu á skærbleika Kramer gítara með einum pickupp og Floyd Rose kerfi..
Ég veit ekkert hvað ég ætti að setja á þennann pakka þannig að ef það er einhver sem ásælist þetta þá bara endilega skjótið á mig einhverju tilboði, ef það er einhver með nothæfann distortionpedala sem hann er tilbúinn að láta fyrir þetta þá er ég líka alveg game í þannig býtti.
Gítarar = Gibson Les Paul Standard, Fender Jazzmaster. Aria Einhverfjandinn.